Innlent

Ungt fólk flutt á slysa­deild eftir sprengingu í sumar­bú­stað

Sylvía Hall skrifar
Lögreglu barst tilkynning um sprenginguna ellefu mínútur yfir ellefu. 
Lögreglu barst tilkynning um sprenginguna ellefu mínútur yfir ellefu.  Vísir/Vilhelm

Sex ungmenni voru flutt á slysadeild á Akureyri eftir að sprenging var í sumarbústað í Langadal. Sprengingin varð um klukkan ellefu í morgun og voru viðbragðsaðilar sendir á vettvang þegar tilkynning barst ellefu mínútur yfir ellefu.

Í samtali við fréttastofu segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, að enginn hafi slasast lífshættulega. Þrír slösuðust og voru með sjáanlega áverka en þeir eru ekki metnir alvarlegir að svo stöddu.

Tæknideild frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er nú á leið á vettvang og mun rannsaka hann. Að sögn Stefáns bendir flest til þess að um gassprengingu sé að ræða en þó sé ekki hægt að staðfesta það að svo stöddu.

Búið er að flytja alla í burtu og loka vettvanginn af. Stefán segir málið vera á frumstigi en þó stafi engin hætta af vettvangi. RÚV greindi fyrst frá. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×