Segist verða þreyttur við það að horfa á Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 10:30 Thierry Henry í leik á móti Liverpool á sínum tíma. Getty/Shaun Botteril Arsenal goðsögnin Thierry Henry talaði um leikstíl Liverpool liðsins undir stjórn Jürgen Klopp og þá sérstaklega um „þungarokkspressu“ liðsins. Thierry Henry viðurkenndi að hann verði þreyttur þegar hann horfir á Liverpool spila fótbolta því ákefðin er svo mikil hjá leikmönnum liðsins og þeir hreyfa boltann svo hratt. Thierry Henry hefur sérstaka ástæðu til að fylgjast vel með Liverpool leikjunum þessa dagana því hann var hluti af Arsenal liðinu 2003-04 sem kláraði tímabilið án þess að tapa deildarleik. Eftir endurkomusigur Liverpool liðsins í gær þá á liðið ennþá möguleika á því að jafna þetta afrek Arsenal liðsins. Liverpool hefur unnið 26 af 27 leikjum og gert eitt jafntefli. Arsenal vann 26 af 38 leikjum tímabilið 2003-04 og gerði tólf jafntefli. Markatala Arsenal liðsins í þessum 38 leikjum var +47 eða 73-26. Markatala Liverpool liðsins í vetur er líka +47 eða 64-17. Thierry Henry explains why he gets tired watching Liverpool https://t.co/w03Vz3MxPrpic.twitter.com/BfAYwQmqTN— Mirror Football (@MirrorFootball) February 24, 2020 „Ákefðin og takturinn í ensku úrvalsdeildinni er mjög mikil,“ sagði Thierry Henry í sjónvarpsviðtali við Canal Plus. „Þegar þú ert bara að horfa á Liverpool liðið spila þá verður þú þreyttur. Þeir hreyfa sig svo hratt,“ sagði Henry. Hann hrósaði líka Manchester City. „Þegar þú ferð til Manchester City þá er kominn pressa á boltann áður en þú nærð að líta upp. Þegar þú ert búinn að ná stjórn á boltanum þá eru komnir þrír menn í kringum þig. Ákefðin í ensku úrvalsdeildinni er svakaleg,“ sagði Henry. Liverpool náði aftur 22 stiga forystu á toppnum með 3-2 sigri á West Ham á Anfield í gærkvöldi. Það var átjándi sigur liðsins í röð. Thierry Henry skoraði 30 mörk í 37 deildarleikjum þetta 2003-04 tímabil en hann er markahæsti leikmaður Arsenal í sögunni með 228 mörk í öllum keppnum. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Arsenal goðsögnin Thierry Henry talaði um leikstíl Liverpool liðsins undir stjórn Jürgen Klopp og þá sérstaklega um „þungarokkspressu“ liðsins. Thierry Henry viðurkenndi að hann verði þreyttur þegar hann horfir á Liverpool spila fótbolta því ákefðin er svo mikil hjá leikmönnum liðsins og þeir hreyfa boltann svo hratt. Thierry Henry hefur sérstaka ástæðu til að fylgjast vel með Liverpool leikjunum þessa dagana því hann var hluti af Arsenal liðinu 2003-04 sem kláraði tímabilið án þess að tapa deildarleik. Eftir endurkomusigur Liverpool liðsins í gær þá á liðið ennþá möguleika á því að jafna þetta afrek Arsenal liðsins. Liverpool hefur unnið 26 af 27 leikjum og gert eitt jafntefli. Arsenal vann 26 af 38 leikjum tímabilið 2003-04 og gerði tólf jafntefli. Markatala Arsenal liðsins í þessum 38 leikjum var +47 eða 73-26. Markatala Liverpool liðsins í vetur er líka +47 eða 64-17. Thierry Henry explains why he gets tired watching Liverpool https://t.co/w03Vz3MxPrpic.twitter.com/BfAYwQmqTN— Mirror Football (@MirrorFootball) February 24, 2020 „Ákefðin og takturinn í ensku úrvalsdeildinni er mjög mikil,“ sagði Thierry Henry í sjónvarpsviðtali við Canal Plus. „Þegar þú ert bara að horfa á Liverpool liðið spila þá verður þú þreyttur. Þeir hreyfa sig svo hratt,“ sagði Henry. Hann hrósaði líka Manchester City. „Þegar þú ferð til Manchester City þá er kominn pressa á boltann áður en þú nærð að líta upp. Þegar þú ert búinn að ná stjórn á boltanum þá eru komnir þrír menn í kringum þig. Ákefðin í ensku úrvalsdeildinni er svakaleg,“ sagði Henry. Liverpool náði aftur 22 stiga forystu á toppnum með 3-2 sigri á West Ham á Anfield í gærkvöldi. Það var átjándi sigur liðsins í röð. Thierry Henry skoraði 30 mörk í 37 deildarleikjum þetta 2003-04 tímabil en hann er markahæsti leikmaður Arsenal í sögunni með 228 mörk í öllum keppnum.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira