Innlent

Sló lögregluþjón hnefahöggi

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt við að stöðva ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis. Einn slíkur var fluttur á lögreglustöð þar sem hann sló lögregluþjón hnefahöggi. Minnst þrír ökumenn höfðu áður verið sviptir ökuréttindum vegna eldri brota.

Skömmu fyrir átta í gærkvöldi var maður handtekinn vegna ölvunar og óspekta í strætisvagni í miðbænum. Þá var annar staðinn að þjófnaði seinna um kvöldið.

Í öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins þurftu lögregluþjónar að sinna útköllum vegna hávaða í íbúðarhúsum og urðu minnst tvö minniháttar umferðaróhöpp. Átta aðilar voru vistaðir á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×