Mannleg mistök sem við tökum hæfilega létt - „Puma sótti það fast að semja við okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2020 19:04 Þessi mynd lak á netið og virðist sýna nýja landsliðstreyju og merki íslensku fótboltalandsliðanna. „Þetta kom okkur á óvart en þetta var fínasta mynd,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um það þegar nýr samstarfsaðili KSÍ, Puma, birti óvart mynd sem virtist sýna nýja treyju og merki íslensku fótboltalandsliðanna. Guðni sagði í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum að ekki væri endilega víst að treyjan sem hann sást halda á á myndinni yrði næsta aðaltreyja Íslands. „Það á eftir að koma í ljós. Þetta var ein af þessum prufutreyjum sem við vorum að vinna með. Þetta kemur auðvitað allt í ljós þegar að við kynnum treyjuna formlega um mánaðamótin júní/júlí,“ sagði Guðni. Merkið sem sást á treyjunni er þó væntanlega nýja merkið sem verður á landsliðstreyjum Íslands, eða hvað? „Það má alveg búast við því. Ég held að það sé alveg ágætlega ályktað að svo gæti verið. Við höfum auðvitað líka verið í hönnunarvinnu með merkið, með Brandenburg, og unnið með Puma og hönnuðum að því að bæði hanna treyju og merki, og þetta var svona einn afraksturinn af því. Við erum með nokkrar treyjur í gangi og það verður spennandi að sjá endanlegu útgáfuna,“ sagði Guðni, sem vildi ekki gera mikið úr þeim mistökum Puma að sýna treyjuna og merkið, sem ætlun KSÍ var og er enn að kynna í næsta mánuði: „Ég held að þetta séu bara mannleg mistök. Þetta birtist og við höfum farið yfir málið með Puma, og við tökum þessu hæfilega létt. Við erum að eiga við ýmislegt í samfélaginu, bæði hér og úti um allan heim. Auðvitað var þetta ekki eins og til var ætlast en svona fór þetta og við verðum bara að vinna úr þeirri stöðu. Það stóð alltaf til að kynna þetta þegar að okkar samningi við Errea lyki í lok júní, svo það er ekki mikið breytt. Kannski er dulúðin aðeins farin eða þá að þetta skapar vangaveltur og enn meiri spennu,“ sagði Guðni. KSÍ hefur notað treyjur frá Errea síðustu átján ár en nú lýkur því samstarfi. „Við erum mjög ánægð með þennan samning. Puma sótti það fast að semja við okkur og þetta er eitt af stærstu íþróttavörumerkjum í heimi,“ sagði Guðni. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergs KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ staðfestir að nýja merkið sýni landvættina fjóra ásamt fánakrossi Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, segir að Puma hafi komið KSÍ í opna skjöldu með því að birta nýja KSÍ merkið á vef sínum í dag. 26. maí 2020 13:31 Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? Puma tók forskot á sæluna og birti nýjan búning íslensku fótboltalandsliðana 26. maí 2020 09:42 KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30 Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
„Þetta kom okkur á óvart en þetta var fínasta mynd,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um það þegar nýr samstarfsaðili KSÍ, Puma, birti óvart mynd sem virtist sýna nýja treyju og merki íslensku fótboltalandsliðanna. Guðni sagði í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum að ekki væri endilega víst að treyjan sem hann sást halda á á myndinni yrði næsta aðaltreyja Íslands. „Það á eftir að koma í ljós. Þetta var ein af þessum prufutreyjum sem við vorum að vinna með. Þetta kemur auðvitað allt í ljós þegar að við kynnum treyjuna formlega um mánaðamótin júní/júlí,“ sagði Guðni. Merkið sem sást á treyjunni er þó væntanlega nýja merkið sem verður á landsliðstreyjum Íslands, eða hvað? „Það má alveg búast við því. Ég held að það sé alveg ágætlega ályktað að svo gæti verið. Við höfum auðvitað líka verið í hönnunarvinnu með merkið, með Brandenburg, og unnið með Puma og hönnuðum að því að bæði hanna treyju og merki, og þetta var svona einn afraksturinn af því. Við erum með nokkrar treyjur í gangi og það verður spennandi að sjá endanlegu útgáfuna,“ sagði Guðni, sem vildi ekki gera mikið úr þeim mistökum Puma að sýna treyjuna og merkið, sem ætlun KSÍ var og er enn að kynna í næsta mánuði: „Ég held að þetta séu bara mannleg mistök. Þetta birtist og við höfum farið yfir málið með Puma, og við tökum þessu hæfilega létt. Við erum að eiga við ýmislegt í samfélaginu, bæði hér og úti um allan heim. Auðvitað var þetta ekki eins og til var ætlast en svona fór þetta og við verðum bara að vinna úr þeirri stöðu. Það stóð alltaf til að kynna þetta þegar að okkar samningi við Errea lyki í lok júní, svo það er ekki mikið breytt. Kannski er dulúðin aðeins farin eða þá að þetta skapar vangaveltur og enn meiri spennu,“ sagði Guðni. KSÍ hefur notað treyjur frá Errea síðustu átján ár en nú lýkur því samstarfi. „Við erum mjög ánægð með þennan samning. Puma sótti það fast að semja við okkur og þetta er eitt af stærstu íþróttavörumerkjum í heimi,“ sagði Guðni. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergs
KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ staðfestir að nýja merkið sýni landvættina fjóra ásamt fánakrossi Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, segir að Puma hafi komið KSÍ í opna skjöldu með því að birta nýja KSÍ merkið á vef sínum í dag. 26. maí 2020 13:31 Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? Puma tók forskot á sæluna og birti nýjan búning íslensku fótboltalandsliðana 26. maí 2020 09:42 KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30 Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
KSÍ staðfestir að nýja merkið sýni landvættina fjóra ásamt fánakrossi Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, segir að Puma hafi komið KSÍ í opna skjöldu með því að birta nýja KSÍ merkið á vef sínum í dag. 26. maí 2020 13:31
Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? Puma tók forskot á sæluna og birti nýjan búning íslensku fótboltalandsliðana 26. maí 2020 09:42
KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti