Fótbolti

Neitar því að erfiðlega hafi gengið að semja við Darra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Böðvar Guðjónsson var í viðtali í Sportinu í dag.
Böðvar Guðjónsson var í viðtali í Sportinu í dag. vísir/s2s

Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að sá orðrómur um að erfiðlega hafi gengið að semja við Darra Frey Atlason, nýráðinn þjálfara KR, séu ekki réttar.

Darri var kynntur sem þjálfari KR í Dominos-deild karla og hann tekur við af Inga Steinþórssyni. Darri var ekki kynntur fyrr en þremur vikum síðar sem þjálfari liðsins en Böðvar segir að ekki hafi gengið illa að semja við Darra.

„Nei. Það er ekki rétt. Við höfum bara gefið okkur tíma í þetta. Auðvitað var maður bara í tilfinningalegu uppnámi því Ingi er ekki bara körfuboltaþjálfari heldur góður vinur minn. Ofboðslega góður drengur,“ sagði Böðvar og hélt áfram að ræða um Inga Þór.

„Það er ágætis regla að þegar maður er í tilfinningalegu uppnámi að láta tímann aðeins líða og komast aftur í „balance“. Það er það sem við gerðum. Ef að það er einhver þarna úti sem skilur ekki að við þurftum bara tíma til að vinna úr okkar málum og koma hlutunum í jafnvægi en þannig var það og þannig vil ég vinna hlutina.“

Klippa: Sportið í dag - Böðvar um samningsmál Darra

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.