Erlent

Fjár­hættu­spila­kóngur Asíu er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Stanley Ho sækir ráðstefnu í Portúgal árið 2007,
Stanley Ho sækir ráðstefnu í Portúgal árið 2007, GEtty

Stanley Ho, sem gekk undir nafninu Guðfaðirinn eða Fjárhættuspilakóngurinn, er látinn, 98 ára að aldri. Þetta staðfestir fjölskylda hans í samtali við AFP.

Ho var með einkarétt á eignarhaldi yfir öllum spilavítum á Makaó um margra áratuga skeið , en hann byggði upp spilavítaveldi sitt á þessari gömlu portúgölsku nýlendu sem tók á endanum fram úr Las Vegas sem stærsta spilavítismiðstöð heims.

Ho byggði líka upp veldi sitt utan Makaó og lét félag hans reisa fjölda fasteigna á Hong Kong. Árið 1984 byggði hann upp spilavíti í Portúgal og nýtti 30 milljónir Bandaríkjadala til að reisa Casino Pyongyang í Norður-Kóreu árið 2000.

Félag hans, SJM Holdings,rekur enn um tuttugu spilavíti á Makaó.

Hann lætur eftir sig fimmtán börn, en alls eignaðist hann sautján börn á ævi sinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×