„Hvaða gagn er í því að hafa þykkan skráp þegar maður vill sýna tilfinningar sínar?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2020 21:00 Guðni í viðtalinu á Bylgjunni í dag. Vísir/Kristófer Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þykist vita að Íslendingar vilji kosningabaráttu án illinda og skítkasts. Hann hafi hitt mótframbjóðanda sinn til forseta, Guðmund Franklín Jónsson, nokkrum sinnum á lífsleiðinni og nú síðast í gær. Þá hafi farið ansi vel á með þeim. Þetta sagði Guðni í ítarlegu viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um framboð sitt og síðustu fjögur ár á Bessastöðum en hann sækist eftir endurkjöri í embættið. Guðmundur Franklín er sá eini sem skilaði einnig inn framboði til dómsmálaráðuneytisins áður en framboðsfresturinn rann út á miðnætti síðastliðinn föstudag. Honum hefur verið tíðrætt um málskotsréttinn og að forseti Íslands þurfi að vera öryggisventill sem geti stoppað ólög. Guðni sé ekki sá öryggisventill fyrir þjóðina. Guðni var spurður að því í Reykjavík síðdegis hvort fólk gæti treyst því að hann væri öryggisventill á Bessastöðum. „Já, það getur treyst því að berist mér áskoranir sem hafa þá vigt sem þarf þá láti ég til mín taka. Þetta sagði ég í forsetakjöri 2016 og þá sagði ég líka við eigum að fá í stjórnarskrá okkar ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu tiltekins fjölda kjósenda. Það á ekki að vera þannig að geðþótti jafnvel forseta ráði því hvort þessi réttur er virkjaður eða ekki,“ sagði Guðni. Miklu skynsamlegra væri, líkt og flest eða öll forsetaefni sögðu 2016, að fá í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæði að kröfu tilskilins fjölda kjósenda. Aðspurður hvort honum og Guðmundi Franklín kæmi vel saman svaraði Guðni: „Við höfum hist nokkrum sinnum á lífsleiðinni og nú síðast í gær og fór bara ansi vel á með okkur. Ég þykist vita að Íslendingar vilji kosningabaráttu án illinda og án skítkasts og því er það auðvitað þannig að þeir sem gegna störfum á opinberum vettvangi verða að hafa þykkan skráp.“ Hefurðu hann? „Ekki alltaf, nei. En ég vil líka ekki hafa of þykkan skráp. Hvað gagn er í því að hafa þykkan skráp þegar maður vill sýna tilfinningar sínar?“ Þá sagði Guðni það fara eftir því úr hvaða átt skítkastið kæmi hvort það stingi. „Oftast er það nú þannig að maður frekar vorkennir þeim sem láta þannig en að maður fari að vorkenna sjálfum sér,“ sagði Guðni en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Reykjavík síðdegis Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þykist vita að Íslendingar vilji kosningabaráttu án illinda og skítkasts. Hann hafi hitt mótframbjóðanda sinn til forseta, Guðmund Franklín Jónsson, nokkrum sinnum á lífsleiðinni og nú síðast í gær. Þá hafi farið ansi vel á með þeim. Þetta sagði Guðni í ítarlegu viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um framboð sitt og síðustu fjögur ár á Bessastöðum en hann sækist eftir endurkjöri í embættið. Guðmundur Franklín er sá eini sem skilaði einnig inn framboði til dómsmálaráðuneytisins áður en framboðsfresturinn rann út á miðnætti síðastliðinn föstudag. Honum hefur verið tíðrætt um málskotsréttinn og að forseti Íslands þurfi að vera öryggisventill sem geti stoppað ólög. Guðni sé ekki sá öryggisventill fyrir þjóðina. Guðni var spurður að því í Reykjavík síðdegis hvort fólk gæti treyst því að hann væri öryggisventill á Bessastöðum. „Já, það getur treyst því að berist mér áskoranir sem hafa þá vigt sem þarf þá láti ég til mín taka. Þetta sagði ég í forsetakjöri 2016 og þá sagði ég líka við eigum að fá í stjórnarskrá okkar ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu tiltekins fjölda kjósenda. Það á ekki að vera þannig að geðþótti jafnvel forseta ráði því hvort þessi réttur er virkjaður eða ekki,“ sagði Guðni. Miklu skynsamlegra væri, líkt og flest eða öll forsetaefni sögðu 2016, að fá í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæði að kröfu tilskilins fjölda kjósenda. Aðspurður hvort honum og Guðmundi Franklín kæmi vel saman svaraði Guðni: „Við höfum hist nokkrum sinnum á lífsleiðinni og nú síðast í gær og fór bara ansi vel á með okkur. Ég þykist vita að Íslendingar vilji kosningabaráttu án illinda og án skítkasts og því er það auðvitað þannig að þeir sem gegna störfum á opinberum vettvangi verða að hafa þykkan skráp.“ Hefurðu hann? „Ekki alltaf, nei. En ég vil líka ekki hafa of þykkan skráp. Hvað gagn er í því að hafa þykkan skráp þegar maður vill sýna tilfinningar sínar?“ Þá sagði Guðni það fara eftir því úr hvaða átt skítkastið kæmi hvort það stingi. „Oftast er það nú þannig að maður frekar vorkennir þeim sem láta þannig en að maður fari að vorkenna sjálfum sér,“ sagði Guðni en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Reykjavík síðdegis Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira