„Hvaða gagn er í því að hafa þykkan skráp þegar maður vill sýna tilfinningar sínar?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2020 21:00 Guðni í viðtalinu á Bylgjunni í dag. Vísir/Kristófer Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þykist vita að Íslendingar vilji kosningabaráttu án illinda og skítkasts. Hann hafi hitt mótframbjóðanda sinn til forseta, Guðmund Franklín Jónsson, nokkrum sinnum á lífsleiðinni og nú síðast í gær. Þá hafi farið ansi vel á með þeim. Þetta sagði Guðni í ítarlegu viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um framboð sitt og síðustu fjögur ár á Bessastöðum en hann sækist eftir endurkjöri í embættið. Guðmundur Franklín er sá eini sem skilaði einnig inn framboði til dómsmálaráðuneytisins áður en framboðsfresturinn rann út á miðnætti síðastliðinn föstudag. Honum hefur verið tíðrætt um málskotsréttinn og að forseti Íslands þurfi að vera öryggisventill sem geti stoppað ólög. Guðni sé ekki sá öryggisventill fyrir þjóðina. Guðni var spurður að því í Reykjavík síðdegis hvort fólk gæti treyst því að hann væri öryggisventill á Bessastöðum. „Já, það getur treyst því að berist mér áskoranir sem hafa þá vigt sem þarf þá láti ég til mín taka. Þetta sagði ég í forsetakjöri 2016 og þá sagði ég líka við eigum að fá í stjórnarskrá okkar ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu tiltekins fjölda kjósenda. Það á ekki að vera þannig að geðþótti jafnvel forseta ráði því hvort þessi réttur er virkjaður eða ekki,“ sagði Guðni. Miklu skynsamlegra væri, líkt og flest eða öll forsetaefni sögðu 2016, að fá í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæði að kröfu tilskilins fjölda kjósenda. Aðspurður hvort honum og Guðmundi Franklín kæmi vel saman svaraði Guðni: „Við höfum hist nokkrum sinnum á lífsleiðinni og nú síðast í gær og fór bara ansi vel á með okkur. Ég þykist vita að Íslendingar vilji kosningabaráttu án illinda og án skítkasts og því er það auðvitað þannig að þeir sem gegna störfum á opinberum vettvangi verða að hafa þykkan skráp.“ Hefurðu hann? „Ekki alltaf, nei. En ég vil líka ekki hafa of þykkan skráp. Hvað gagn er í því að hafa þykkan skráp þegar maður vill sýna tilfinningar sínar?“ Þá sagði Guðni það fara eftir því úr hvaða átt skítkastið kæmi hvort það stingi. „Oftast er það nú þannig að maður frekar vorkennir þeim sem láta þannig en að maður fari að vorkenna sjálfum sér,“ sagði Guðni en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Reykjavík síðdegis Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þykist vita að Íslendingar vilji kosningabaráttu án illinda og skítkasts. Hann hafi hitt mótframbjóðanda sinn til forseta, Guðmund Franklín Jónsson, nokkrum sinnum á lífsleiðinni og nú síðast í gær. Þá hafi farið ansi vel á með þeim. Þetta sagði Guðni í ítarlegu viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um framboð sitt og síðustu fjögur ár á Bessastöðum en hann sækist eftir endurkjöri í embættið. Guðmundur Franklín er sá eini sem skilaði einnig inn framboði til dómsmálaráðuneytisins áður en framboðsfresturinn rann út á miðnætti síðastliðinn föstudag. Honum hefur verið tíðrætt um málskotsréttinn og að forseti Íslands þurfi að vera öryggisventill sem geti stoppað ólög. Guðni sé ekki sá öryggisventill fyrir þjóðina. Guðni var spurður að því í Reykjavík síðdegis hvort fólk gæti treyst því að hann væri öryggisventill á Bessastöðum. „Já, það getur treyst því að berist mér áskoranir sem hafa þá vigt sem þarf þá láti ég til mín taka. Þetta sagði ég í forsetakjöri 2016 og þá sagði ég líka við eigum að fá í stjórnarskrá okkar ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu tiltekins fjölda kjósenda. Það á ekki að vera þannig að geðþótti jafnvel forseta ráði því hvort þessi réttur er virkjaður eða ekki,“ sagði Guðni. Miklu skynsamlegra væri, líkt og flest eða öll forsetaefni sögðu 2016, að fá í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæði að kröfu tilskilins fjölda kjósenda. Aðspurður hvort honum og Guðmundi Franklín kæmi vel saman svaraði Guðni: „Við höfum hist nokkrum sinnum á lífsleiðinni og nú síðast í gær og fór bara ansi vel á með okkur. Ég þykist vita að Íslendingar vilji kosningabaráttu án illinda og án skítkasts og því er það auðvitað þannig að þeir sem gegna störfum á opinberum vettvangi verða að hafa þykkan skráp.“ Hefurðu hann? „Ekki alltaf, nei. En ég vil líka ekki hafa of þykkan skráp. Hvað gagn er í því að hafa þykkan skráp þegar maður vill sýna tilfinningar sínar?“ Þá sagði Guðni það fara eftir því úr hvaða átt skítkastið kæmi hvort það stingi. „Oftast er það nú þannig að maður frekar vorkennir þeim sem láta þannig en að maður fari að vorkenna sjálfum sér,“ sagði Guðni en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Reykjavík síðdegis Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira