Innlent

Göngin undir Breiða­dals- og Botns­heiði lokuð vegna slyss

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla segir meiðsl á fólki ekki vera alvarleg.
Lögregla segir meiðsl á fólki ekki vera alvarleg. Vísir/Vilhelm

Göngin undir Breiðadals- og Botnsheiði á Vestfjörðum (Vestfjarðagöng) hafa verið lokuð eftir að umferðaróhapp varð í gangamunnanum, Tungudalsmegin. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum. Þar segir ennfremur að meiðsl hafi ekki verið alvarleg. 

„Lögreglan er að vinna á vettvangi og eru göngin því lokuð fyrir umferð. Vænta má þess að opnað verði fyrir umferð fljótlega."Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.