Innlent

Hætta skipu­lagðri leit að skip­verjanum á Vopna­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Skipverjinn heitir Axel Jósefsson Zarioh. Hann er talinn hafa fallið fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði.
Skipverjinn heitir Axel Jósefsson Zarioh. Hann er talinn hafa fallið fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði. Jón Helgson/Lögreglan

Skipulagðri leit lögreglu að skipverjanum Axel Jósefssyni Zarioh hefur verið hætt. Áfram verður þó haldið af hálfu björgunarsveitarinnar Vopna á Vopnafirði með leit á sjó og í fjöru en dregið úr þunga þeirrar leitar og skipulagi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Þar segir að staðan verði svo endurmetin þegar líður að næstu helgi og ákvörðun þá tekin um framhaldið.

Axel, sem er átján ára gamall, er talinn hafa fallið fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði á mánudaginn fyrir viku.

Tugir björgunarsveitarmanna hafa tekið þátt í leitinni síðustu daga og hafa þeir komið allt frá Djúpavogi til Akureyrar.


Tengdar fréttir

Leit að skip­verjanum lokið í dag

Leit að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverjanum sem leitað hefur verið í Vopnafirði undanfarna daga er lokið í dag án árangurs.

Leit að skip­verjanum lokið í dag

Leit að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverjanum sem leitað hefur verið í Vopnafirði undanfarna daga er lokið í dag án árangurs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×