Fótbolti

Kórónu­far­aldur í her­búðum Sampdoria

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albin Ekdal er kominn með kórónuveiruna.
Albin Ekdal er kominn með kórónuveiruna. vísir/getty
Manolo Gabbiadini, leikmaður Sampdoria, greindist á fimmtudaginn með kórónuveiruna en félagið staðfesti þetta og sagði að búið væri að senda hann í tveggja vikna sóttkví.

Gabbiadini er því miður ekki eini leikmaðurinn sem fékk jákvætt úr sínum prufum hvað varðar veiruna en þeir Omar Colley, Albin Ekdal, Antonio La Gumina og Morthen Thorbsy hafa allir verið greindir með veiruna.

Það eru ekki bara leikmenn liðsins sem smituðust af veirunni því einn af læknum félagsins, Amedeo Baldari, er einnig kominn með veiruna og verður í sóttkví næstu vikurnar.

Þeir missa þó ekki af neinum leikjum enda er ítalski boltinn á leið í frí þangað til í byrjun apríl að minnsta kosti. Óvíst er yfirhöfuð hvort að spilað verði aftur í ítalska boltanum á þessari leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×