Örtröð í verslunum: „Það er til nóg af vöru í landinu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2020 12:23 Úr verslun Bónuss í Skeifunni um tólfleytið. Vísir/EinarÁ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að oft sé sagt að almenn skynsemi sé ekki mjög almenn. Það eigi ekki við um Íslendinga. Íslendingar séu almennt með mjög góða skynsemi. Með nýju samkomubanni er treyst á að almenningur taki tilmælum varðandi samkomur og fjarlægðir milli fólks. Til dæmis í matvöruverslunum. Frá blaðamannafundinum í Ráðherrabústaðnum í morgun.Vísir/Vilhelm „Lögreglan er auðvitað alltaf viðbúin en við treystum á almenna skynsemi. Það er oft sagt að almenn skynsemi sé ekki mjög almenn en það á ekki við um Íslendinga. Íslendingar eru almennt mjög skynsamir,“ sagði Víðir í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fregnir hafa borist af örtröð í matvöruverslunum í gær og það sem af er degi. Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum var tilkynnt um samkomubann til fjögurra vikna. Með þeim eru samkomur fleiri en hundrað bannaðar með lögum. Viðtalið við þau Víði, Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Þórólf Guðnason sóttvarnalækni má sjá að neðan. Þá eru fjarlægðartakmörk í gildi hvað varðar samkomur þar sem færri en 100 koma saman. „Auðvitað höfum við séð fréttir um að það sé að myndast örtröð í búðum. Við höfum fréttir af því núna að það sé mikið að gera í verslunum,“ segir Víðir. Þessi mynd var tekin í Bónus Ögurhvarfi rétt fyrir klukkan eitt.Vísir/Sindri Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, sagði á Borgarafundi Stöðvar 2 í gærkvöldi að nóg af mat væri til í landinu næstu vikurnar. Fólk þyrfti alls ekki að örvænta. Undir þetta tekur Víðir. „Það er til nóg af vöru í landinu. Það er til nóg af mat. Við þurfum ekkert að hafa miklar áhyggjur. Við öndum með nefinu, förum saman í gegnum þetta. Þetta verður nokkrar vikur sem verða svona strembnar. En sumarið kemur og þá verður allt bjartara,“ segir Víðir. Verslun Neytendur Wuhan-veiran Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að oft sé sagt að almenn skynsemi sé ekki mjög almenn. Það eigi ekki við um Íslendinga. Íslendingar séu almennt með mjög góða skynsemi. Með nýju samkomubanni er treyst á að almenningur taki tilmælum varðandi samkomur og fjarlægðir milli fólks. Til dæmis í matvöruverslunum. Frá blaðamannafundinum í Ráðherrabústaðnum í morgun.Vísir/Vilhelm „Lögreglan er auðvitað alltaf viðbúin en við treystum á almenna skynsemi. Það er oft sagt að almenn skynsemi sé ekki mjög almenn en það á ekki við um Íslendinga. Íslendingar eru almennt mjög skynsamir,“ sagði Víðir í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fregnir hafa borist af örtröð í matvöruverslunum í gær og það sem af er degi. Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum var tilkynnt um samkomubann til fjögurra vikna. Með þeim eru samkomur fleiri en hundrað bannaðar með lögum. Viðtalið við þau Víði, Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Þórólf Guðnason sóttvarnalækni má sjá að neðan. Þá eru fjarlægðartakmörk í gildi hvað varðar samkomur þar sem færri en 100 koma saman. „Auðvitað höfum við séð fréttir um að það sé að myndast örtröð í búðum. Við höfum fréttir af því núna að það sé mikið að gera í verslunum,“ segir Víðir. Þessi mynd var tekin í Bónus Ögurhvarfi rétt fyrir klukkan eitt.Vísir/Sindri Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, sagði á Borgarafundi Stöðvar 2 í gærkvöldi að nóg af mat væri til í landinu næstu vikurnar. Fólk þyrfti alls ekki að örvænta. Undir þetta tekur Víðir. „Það er til nóg af vöru í landinu. Það er til nóg af mat. Við þurfum ekkert að hafa miklar áhyggjur. Við öndum með nefinu, förum saman í gegnum þetta. Þetta verður nokkrar vikur sem verða svona strembnar. En sumarið kemur og þá verður allt bjartara,“ segir Víðir.
Verslun Neytendur Wuhan-veiran Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira