Gummi Tóta sér fyrir sér mikið ævintýri að spila í MLS-deildinni og fyrir eigendur Man City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 15:00 Guðmundur Þórarinsson var léttur í viðtalinu við Gaupa. Mynd/S2 Sport Guðmundur Þórarinsson samdi á dögunum við bandaríska félagið New York City og mun því spila í MLS-deildinni í vetur. Guðjón Guðmundsson hitti strákinn í dag og ræddi við hann um komandi tímabil. Eigendur Manchester City eiga félagið og setja pressu á að vinna titla. Guðmundur Þórarinsson hefur leikið með sænska liðinu Norrköping frá árinu 2017 en áður spilaði hann í Noregi (Sarpsborg 08 og Rosenborg) og í Danmörku (Nordsjælland). Guðmundur segir það áskorun að ganga til liðs við eitt besta lið Bandaríkjanna. „Ég þekki deildina ekki neitt rosalega mikið verð ég að viðurkenna en Svíi sem ég talaði við áður en ég fór mælti svo sannarlega með þessu. Hann sagði bara: Eftir hverju ertu að bíða, komdu þér yfir til Bandaríkjanna. Þetta er mikið ævintýri og ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu,“ sagði Guðmundur Þórarinsson brosandi. Guðmundur segir það vera skref fram á við á ferlinum að ganga til liðs við New York City en hann er verður 28 ára gamall í aprílmánuði. „Þetta er lið sem vann Austurströndina í fyrra og það er landsliðsmaður eiginlega í hverri stöðu. Ef það er ekki landsliðsmaður þá er það Argentínumaður eða Brassi. Þetta er gríðarlega flott lið og ég var að koma úr tveggja vikna æfingaferð með þeim. Þetta er klárlega skref upp á við og allt í kringum klúbbinn er svakalega flott. Þetta eru sömu eigendur og eiga Manchester City. Allt í kringum þetta er því á frábæru „leveli“,“ sagði Guðmundur. „Þetta er lið sem vill reyna að vinna titla og það hefur ekki gengið hjá þeim enn þá. Pressan er svolítil frá þessum sömu eigendum og eiga Manchester City að fara að vinna titla og vonandi getur maður verið partur af því,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportpakkinn: Þetta er mikið ævintýri og ég er gríðarlega spenntur En hvaða þýðingu hefur þetta fyrir hann sem leikmann? „Þetta er bara gríðarlega spennandi. Ég þekki deildina ekki mikið en hef séð af henni þegar við höfum verið að horfa á klippur frá því í fyrra. Þegar við erum að vinna í ákveðnum hlutum á æfingum þá sér maður að gæðin eru rosalega mikil þarna sem hefur eiginlega komið mér skemmtilega á óvart,“ sagði Guðmundur „Ég kem þarna inn í toppaðstæður þar sem allt er til alls. Vonandi getur maður bara bætt sig helling og ég á helling inni. Maður verður bara betri,“ sagði Guðmundur. Guðmundur er einnig tónlistarmaður en segist þó ekki vera að elta tónlistadrauminn til New York. „Ég myndi aldrei segja þér það ef svo væri. Það getur vel verið að maður reyni að kíkja í eitthvað stúdíó þarna. Það býr inn í manni tónlist og kannski reyni ég að draga Ingó yfir og henda í annan sumarsmell. Það er aldrei að vita,“ sagði Guðmundur í léttum tón en bróðir hans er Ingólfur Þórarinsson veðurguð. „Fyrstu vikurnar þá kem ég mér fyrir og fer í fótboltaskóna og reyni að geta eitthvað í fótbolta. Síðan sjáum við til hvort ég rífi ekki í hljóðnemann seinna. Þetta er fyrst og fremst fótbolti í Bandaríkjunum en svo sjáum við til með framhaldið,“ sagði Guðmundur en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Fótbolti Íslendingar erlendis MLS Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Sjá meira
Guðmundur Þórarinsson samdi á dögunum við bandaríska félagið New York City og mun því spila í MLS-deildinni í vetur. Guðjón Guðmundsson hitti strákinn í dag og ræddi við hann um komandi tímabil. Eigendur Manchester City eiga félagið og setja pressu á að vinna titla. Guðmundur Þórarinsson hefur leikið með sænska liðinu Norrköping frá árinu 2017 en áður spilaði hann í Noregi (Sarpsborg 08 og Rosenborg) og í Danmörku (Nordsjælland). Guðmundur segir það áskorun að ganga til liðs við eitt besta lið Bandaríkjanna. „Ég þekki deildina ekki neitt rosalega mikið verð ég að viðurkenna en Svíi sem ég talaði við áður en ég fór mælti svo sannarlega með þessu. Hann sagði bara: Eftir hverju ertu að bíða, komdu þér yfir til Bandaríkjanna. Þetta er mikið ævintýri og ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu,“ sagði Guðmundur Þórarinsson brosandi. Guðmundur segir það vera skref fram á við á ferlinum að ganga til liðs við New York City en hann er verður 28 ára gamall í aprílmánuði. „Þetta er lið sem vann Austurströndina í fyrra og það er landsliðsmaður eiginlega í hverri stöðu. Ef það er ekki landsliðsmaður þá er það Argentínumaður eða Brassi. Þetta er gríðarlega flott lið og ég var að koma úr tveggja vikna æfingaferð með þeim. Þetta er klárlega skref upp á við og allt í kringum klúbbinn er svakalega flott. Þetta eru sömu eigendur og eiga Manchester City. Allt í kringum þetta er því á frábæru „leveli“,“ sagði Guðmundur. „Þetta er lið sem vill reyna að vinna titla og það hefur ekki gengið hjá þeim enn þá. Pressan er svolítil frá þessum sömu eigendum og eiga Manchester City að fara að vinna titla og vonandi getur maður verið partur af því,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportpakkinn: Þetta er mikið ævintýri og ég er gríðarlega spenntur En hvaða þýðingu hefur þetta fyrir hann sem leikmann? „Þetta er bara gríðarlega spennandi. Ég þekki deildina ekki mikið en hef séð af henni þegar við höfum verið að horfa á klippur frá því í fyrra. Þegar við erum að vinna í ákveðnum hlutum á æfingum þá sér maður að gæðin eru rosalega mikil þarna sem hefur eiginlega komið mér skemmtilega á óvart,“ sagði Guðmundur „Ég kem þarna inn í toppaðstæður þar sem allt er til alls. Vonandi getur maður bara bætt sig helling og ég á helling inni. Maður verður bara betri,“ sagði Guðmundur. Guðmundur er einnig tónlistarmaður en segist þó ekki vera að elta tónlistadrauminn til New York. „Ég myndi aldrei segja þér það ef svo væri. Það getur vel verið að maður reyni að kíkja í eitthvað stúdíó þarna. Það býr inn í manni tónlist og kannski reyni ég að draga Ingó yfir og henda í annan sumarsmell. Það er aldrei að vita,“ sagði Guðmundur í léttum tón en bróðir hans er Ingólfur Þórarinsson veðurguð. „Fyrstu vikurnar þá kem ég mér fyrir og fer í fótboltaskóna og reyni að geta eitthvað í fótbolta. Síðan sjáum við til hvort ég rífi ekki í hljóðnemann seinna. Þetta er fyrst og fremst fótbolti í Bandaríkjunum en svo sjáum við til með framhaldið,“ sagði Guðmundur en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslendingar erlendis MLS Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Sjá meira