Gerir ráð fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg deili kostnaði neyslurýma Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 24. maí 2020 19:32 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þróun neyslurýma löngu orðna tímabæra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið muni standa undir helmingi kostnaðar við rekstur neyslurýmis á móti Reykjavíkurborg. Endurskoða þarf heimildir til vörslu neysluskammta í grennd við staðinn og mun lögreglan hefja skoðun á því í næstu viku. Sveitarfélögum er nú heimilt að stofna og reka neyslurými samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar sagði í samtali við fréttastofu að horft væri til miðborgarinnar fyrir fyrsta rýmið. „Boltinn er hjá borginni og ég held að Reykjavíkurborg sé lang best til þess fallin að meta hvernig þjónustu við þessa íbúa verði best háttað,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Samkvæmt frumvarpinu er áætlað að árlega noti um 700 einstaklingar vímuefni í æð en gert er ráð fyrir að um 25 til 40 manns muni nota þjónustuna til að byrja með. Í neyslurýminu getur fólk sér að refsilausu neytt vímuefna í æð í öruggu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Ekki er útfært í frumvarpinu hvernig þjónustan verði fjármögnum og hefur Reykjavíkurborg bent á að heilbrigðisþjónusta eigi að vera á höndum ríkisins. Að sögn Svandísar er gert ráð fyrir fimmtíu milljóna króna árlegu framlagi úr ríkissjóði, eða um helmingi þess sem kostar að halda úti þjónustunni. „Bæði rekstrinum og því sem þarf til til þess að koma þessu á laggirnar. Ég held að heilbrigðisráðuneytið og Reykjavíkurborg séu algjörlega samstíga í því hversu mikilvæg þessi þjónusta er og ég held að við ættum ekki að láta eitthvert tog um milljónir til eða frá hægja á þróun sem er löngu tímabær.“ Í næstu viku hefst vinna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við útfærslu, endurskoða þarf heimildir til vörslu neysluskammta í grennd við neyslurýmið og einnig þarf að skilgreina leyfilega stærð þeirra. Ráðherra segir heimild til vörslu neysluskammta þurfi að skoða í samhengi við staðsetningu. „Síðan þyrfti að tryggja að þetta snerist um tiltekið svæði í kringum neyslurýmið og svo framvegis þannig það byggir í raun og veru á því hvernig þetta yrði staðsett,“ segir Svandís. Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Ákjósanlegt að opna neyslurými í miðborginni Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. 21. maí 2020 14:00 „Róttækt frumvarp“ um neyslurými samþykkt á Alþingi Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur. 20. maí 2020 18:20 Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið muni standa undir helmingi kostnaðar við rekstur neyslurýmis á móti Reykjavíkurborg. Endurskoða þarf heimildir til vörslu neysluskammta í grennd við staðinn og mun lögreglan hefja skoðun á því í næstu viku. Sveitarfélögum er nú heimilt að stofna og reka neyslurými samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar sagði í samtali við fréttastofu að horft væri til miðborgarinnar fyrir fyrsta rýmið. „Boltinn er hjá borginni og ég held að Reykjavíkurborg sé lang best til þess fallin að meta hvernig þjónustu við þessa íbúa verði best háttað,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Samkvæmt frumvarpinu er áætlað að árlega noti um 700 einstaklingar vímuefni í æð en gert er ráð fyrir að um 25 til 40 manns muni nota þjónustuna til að byrja með. Í neyslurýminu getur fólk sér að refsilausu neytt vímuefna í æð í öruggu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Ekki er útfært í frumvarpinu hvernig þjónustan verði fjármögnum og hefur Reykjavíkurborg bent á að heilbrigðisþjónusta eigi að vera á höndum ríkisins. Að sögn Svandísar er gert ráð fyrir fimmtíu milljóna króna árlegu framlagi úr ríkissjóði, eða um helmingi þess sem kostar að halda úti þjónustunni. „Bæði rekstrinum og því sem þarf til til þess að koma þessu á laggirnar. Ég held að heilbrigðisráðuneytið og Reykjavíkurborg séu algjörlega samstíga í því hversu mikilvæg þessi þjónusta er og ég held að við ættum ekki að láta eitthvert tog um milljónir til eða frá hægja á þróun sem er löngu tímabær.“ Í næstu viku hefst vinna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við útfærslu, endurskoða þarf heimildir til vörslu neysluskammta í grennd við neyslurýmið og einnig þarf að skilgreina leyfilega stærð þeirra. Ráðherra segir heimild til vörslu neysluskammta þurfi að skoða í samhengi við staðsetningu. „Síðan þyrfti að tryggja að þetta snerist um tiltekið svæði í kringum neyslurýmið og svo framvegis þannig það byggir í raun og veru á því hvernig þetta yrði staðsett,“ segir Svandís.
Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Ákjósanlegt að opna neyslurými í miðborginni Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. 21. maí 2020 14:00 „Róttækt frumvarp“ um neyslurými samþykkt á Alþingi Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur. 20. maí 2020 18:20 Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Ákjósanlegt að opna neyslurými í miðborginni Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. 21. maí 2020 14:00
„Róttækt frumvarp“ um neyslurými samþykkt á Alþingi Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur. 20. maí 2020 18:20
Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum