Ákjósanlegt að opna neyslurými í miðborginni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. maí 2020 14:00 Horft er til miðborgarinnar fyrir opnun neyslurýmis. Málið er þó á byrjunarstigi og húsnæði hefur ekki verið fundið Vísir/vilhelm Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. Lög um neyslurými voru samþykkt á Alþingi í gær. Þau kveða á um heimild sveitarfélaga til að stofna og reka neyslurými. Húsnæði þar sem einstaklingar yfir átján ára aldri geta sér að refsilausu neytt vímuefna í æð í öruggu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar fagnar samþykkt málsins. „Það er mjög gott skref en við hefðum viljað sjá kannski skýrar í erindinu að þarna væri um lággjalda heilbrigðisþjónustu að ræða, að þetta sé heilsugæsla,“ segir hún. Heilbrigðisþjónusta, sem ætti að vera á ábyrgð ríkisins. „Það er í raun og veru ekki sanngjarnt að senda þennan bolta alfarið á sveitarfélögin. Það þarf að tryggja fjármagn í svona rekstur. “ Samkvæmt frumvarpinu er talið að árlega noti um sjö hundruð einstaklingar vímuefni í æð en talið er að um 25 til 40 manns myndu nota neyslurýmið til að byrja með. Heiða Björg bendir á að hópurinn þurfi á ýmissi þjónustu fagfólks að halda. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs. Heilbrigðisráðherra á eftir að útfæra starfsemi neyslurýmanna nánar í reglugerð og Heiða segir borgina til í samstarf þegar það liggur fyrir og finna staðsetningu. „Ég held að flest fagfólk sé sammála um að það væri ákjósanlegt að þetta væri einhvers staðar miðsvæðis, þar sem fólk er á ferð. Það hefur mjög mikið verið horft til miðborgarinnar. “ Neyslurýmið verði að líkum ekki opnað fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. „Ef ég á að segja alveg eins og er að þá held ég að þetta muni taka í að minnsta kosti ár, miðað við reynslu mínu af því að finna staðsetningar fyrir til dæmis smáhýsi fyrir fólk sem er að koma úr heimilisleysi, eða er heimilislaust. Ég held að við verðum bara að gefa þessu tíma en við erum tilbúin til að vinna að þessu hratt og örugglega ef fjármagn til verkefnisins er tryggt,“ segir Heiða Björg. Reykjavík Fíkn Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. Lög um neyslurými voru samþykkt á Alþingi í gær. Þau kveða á um heimild sveitarfélaga til að stofna og reka neyslurými. Húsnæði þar sem einstaklingar yfir átján ára aldri geta sér að refsilausu neytt vímuefna í æð í öruggu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar fagnar samþykkt málsins. „Það er mjög gott skref en við hefðum viljað sjá kannski skýrar í erindinu að þarna væri um lággjalda heilbrigðisþjónustu að ræða, að þetta sé heilsugæsla,“ segir hún. Heilbrigðisþjónusta, sem ætti að vera á ábyrgð ríkisins. „Það er í raun og veru ekki sanngjarnt að senda þennan bolta alfarið á sveitarfélögin. Það þarf að tryggja fjármagn í svona rekstur. “ Samkvæmt frumvarpinu er talið að árlega noti um sjö hundruð einstaklingar vímuefni í æð en talið er að um 25 til 40 manns myndu nota neyslurýmið til að byrja með. Heiða Björg bendir á að hópurinn þurfi á ýmissi þjónustu fagfólks að halda. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs. Heilbrigðisráðherra á eftir að útfæra starfsemi neyslurýmanna nánar í reglugerð og Heiða segir borgina til í samstarf þegar það liggur fyrir og finna staðsetningu. „Ég held að flest fagfólk sé sammála um að það væri ákjósanlegt að þetta væri einhvers staðar miðsvæðis, þar sem fólk er á ferð. Það hefur mjög mikið verið horft til miðborgarinnar. “ Neyslurýmið verði að líkum ekki opnað fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. „Ef ég á að segja alveg eins og er að þá held ég að þetta muni taka í að minnsta kosti ár, miðað við reynslu mínu af því að finna staðsetningar fyrir til dæmis smáhýsi fyrir fólk sem er að koma úr heimilisleysi, eða er heimilislaust. Ég held að við verðum bara að gefa þessu tíma en við erum tilbúin til að vinna að þessu hratt og örugglega ef fjármagn til verkefnisins er tryggt,“ segir Heiða Björg.
Reykjavík Fíkn Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira