Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Tvær stúlkur, þrettán ára og fjórtán ára, voru fluttar meðvitundarlausar á sjúkrahús á föstudag eftir að hafa innbyrt hlaupbangsa sem innihéldu morfín og kannabisefni. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður rætt við ellefu ára stúlku í Fossvogsskóla sem ætlar að afhenda umboðsmanni barna bréf á morgun þar sem hún óskar eftir aðstoð vegna myglueinkenna í Fossvogsskóla. Hún segist fá þrálátan höfuðverk í skólanum og fer fram á að umboðsmaður ræði við borgaryfirvöld.

Í fréttatímanum fjöllum við einnig um vímuefnaakstur sem færist í aukana og förum til Vestmannaeyja og tökum stöðuna á framkvæmd stórra íþróttamóta og þjóðhátíðar, sem enn er til skoðunar að halda.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.