Fótbolti

Bayern München bætist í baráttuna um Sancho

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jadon Sancho fagnar marki um helgina í leik gegn Wolfsburg.
Jadon Sancho fagnar marki um helgina í leik gegn Wolfsburg. vísir/getty

Bayern München hefur bæst í baráttuna um Jadon Sancho, leikmann Dortmund, en ESPN greinir frá því að nú berjast bæði þýski risinn og Manchester United um vængmanninn knáa.

Sancho er samningsbundinn Dortmund til ársins 2022 en hann hefur verið mikið orðaður burt frá félaginu. Hann mun að öllum líkindum yfirgefa þá gulklæddu næsta sumar en Dortmund hefur sett 110 milljóna punda verðmiða á hann.

Sá verðmiði mun þó að öllum líkindum lækka eitthvað vegna kórónuveirunnar en Sancho hefur skorað fjórtán mörk og gefið sextán stoðsendingar á leiktíðinni fyrir Dortmund sem er í 2. sætinu, fjórum stigum á eftir Bayern.

Bayern vill bæta Sancho við leikmannahóp sinn því þeir vilja gera betur í Meistaradeildinni. Leroy Sane var ofarlega á lista Bayern en nú er Sancho kominn ofar en Sane segja fjölmiðlar ytra.

Sancho gekk í raðir Dortmund sumarið 2017 frá Manchester City en þessi tvítugi leikmaður hefur slegið í gegn síðan þá og er kominn í leikmannahóp enska landsliðsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.