Fótbolti

Tveir úr sama fé­laginu í ensku Champions­hip-deildinni með veiruna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wayne Rooney leikur með Derby í ensku B-deildinni en ekki er vitað úr hvaða liði leikmennirnir tveir sem eru smitaðir koma úr.
Wayne Rooney leikur með Derby í ensku B-deildinni en ekki er vitað úr hvaða liði leikmennirnir tveir sem eru smitaðir koma úr.

Fjölmiðlar á Englandi greina frá því nú í morgun að tveir úr sama félaginu í ensku B-deildinni hafi greinst með kórónuveiruna eftir að leikmenn, þjálfarar og starfsfólk allra liðanna 24 gengust undir skoðun um helgina.

Yfir eitt þúsund prófanir voru gerðar um helgina og voru það tveir leikmenn sem tengdust sama félaginu sem greindust jákvæðir.

Ekki hefur verið greint frá því með hvaða félagi leikmennirnir spila en liðin í ensku B-deildinni fá að æfa frá og með morgundeginum. Þessir tveir leikmenn verða eðlilega ekki með á morgun því þeir eru á leið í sjö daga sóttkví.

Í morgun var einnig greint frá því að einn leikmaður Bournemouth hefur verið greindur með veiruna en enska úrvalsdeildin staðfesti í gær að tveir leikmenn deildarinnar væru komnir með veiruna. Ekki er vitað hver hinn aðilinn er.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.