Ungstirni Chelsea greinist með kórónuveiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. mars 2020 01:54 Hudson-Odoi í bikarleik með Chelsea fyrr á þessu tímabili. Vísir/Getty Callum Hudson-Odoi, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, hefur verið greindur með kórónuveiruna COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur einnig fram þeir meðlimir Chelsea-liðsins sem hafa verið í samskiptum við leikmanninn séu nú í sóttkví. Það á við um allan eikmannahóp liðsins, þjálfara og einhverja úr hópi annarra starfsmanna félagsins. Gert er ráð fyrir að þau sem ekki hafa verið í nánum samskiptum við Hudson-Odoi muni snúa aftur til vinnu hjá félaginu fljótlega. Nú hefur húsi karlaliðs Chelsea á æfingasvæði félagsins verið lokað tímabundið vegna smitsins. „Callum sýndi einkenni svipuð þeim og koma fram við vægt kvef á mánudagsmorgun, og hefur ekki mætt á æfingasvæðið síðan þá, í öryggisskyni. Hann greindist með kórónuveiruna í kvöld og fer hann því nú í sóttkví,“ segir í tilkynningu frá Chelsea. Þar kemur einnig fram að þessum 19 ára kantmanni heilsist vel og að hann hlakki til að snúa aftur á æfingasvæðið um leið og auðið er. Í gærkvöldi var einnig greint frá því að Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, hefði greinst með veiruna, og að stór hluti leikmanna- og starfsmannahópa Arsenal væri í sóttkví. Það liggur því fyrir að kórónuveiran er farin að setja verulegt strik í reikninginn hvað varðar framvindu ensku úrvalsdeildarinnar, og ljóst að hvorki Chelsea né Arsenal koma til með að geta spilað á næstunni. Enski boltinn Wuhan-veiran Tengdar fréttir Arteta með kórónuveiruna Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er með kórónuveiruna. Þetta staðfesti Lundúnarfélagið í yfirlýsingu sem þeir birtu nú undir kvöld á miðlum félagsins. 12. mars 2020 21:24 Neyðarfundur hjá ensku úrvalsdeildinni á morgun Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér aðra yfirlýsingu í kvöld. Sú fyrri hljóðaði þannig að spilað væri um helgina en eftir að Mikel Arteta greindist með kórónaveiruna verður haldinn neyðarfundur á morgun. 12. mars 2020 21:42 Leikmaður Juventus greindur með kórónuveiruna Daniele Rugani, miðvörður Juventus, hefur verið greindur með kórónuveiruna. 11. mars 2020 22:32 Annar leikmaður í ítölsku úrvalsdeildinni smitaður af kórónuveirunni Fyrrverandi framherji Southampton hefur greinst með kórónuveiruna. 12. mars 2020 14:31 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Sjá meira
Callum Hudson-Odoi, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, hefur verið greindur með kórónuveiruna COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur einnig fram þeir meðlimir Chelsea-liðsins sem hafa verið í samskiptum við leikmanninn séu nú í sóttkví. Það á við um allan eikmannahóp liðsins, þjálfara og einhverja úr hópi annarra starfsmanna félagsins. Gert er ráð fyrir að þau sem ekki hafa verið í nánum samskiptum við Hudson-Odoi muni snúa aftur til vinnu hjá félaginu fljótlega. Nú hefur húsi karlaliðs Chelsea á æfingasvæði félagsins verið lokað tímabundið vegna smitsins. „Callum sýndi einkenni svipuð þeim og koma fram við vægt kvef á mánudagsmorgun, og hefur ekki mætt á æfingasvæðið síðan þá, í öryggisskyni. Hann greindist með kórónuveiruna í kvöld og fer hann því nú í sóttkví,“ segir í tilkynningu frá Chelsea. Þar kemur einnig fram að þessum 19 ára kantmanni heilsist vel og að hann hlakki til að snúa aftur á æfingasvæðið um leið og auðið er. Í gærkvöldi var einnig greint frá því að Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, hefði greinst með veiruna, og að stór hluti leikmanna- og starfsmannahópa Arsenal væri í sóttkví. Það liggur því fyrir að kórónuveiran er farin að setja verulegt strik í reikninginn hvað varðar framvindu ensku úrvalsdeildarinnar, og ljóst að hvorki Chelsea né Arsenal koma til með að geta spilað á næstunni.
Enski boltinn Wuhan-veiran Tengdar fréttir Arteta með kórónuveiruna Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er með kórónuveiruna. Þetta staðfesti Lundúnarfélagið í yfirlýsingu sem þeir birtu nú undir kvöld á miðlum félagsins. 12. mars 2020 21:24 Neyðarfundur hjá ensku úrvalsdeildinni á morgun Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér aðra yfirlýsingu í kvöld. Sú fyrri hljóðaði þannig að spilað væri um helgina en eftir að Mikel Arteta greindist með kórónaveiruna verður haldinn neyðarfundur á morgun. 12. mars 2020 21:42 Leikmaður Juventus greindur með kórónuveiruna Daniele Rugani, miðvörður Juventus, hefur verið greindur með kórónuveiruna. 11. mars 2020 22:32 Annar leikmaður í ítölsku úrvalsdeildinni smitaður af kórónuveirunni Fyrrverandi framherji Southampton hefur greinst með kórónuveiruna. 12. mars 2020 14:31 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Sjá meira
Arteta með kórónuveiruna Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er með kórónuveiruna. Þetta staðfesti Lundúnarfélagið í yfirlýsingu sem þeir birtu nú undir kvöld á miðlum félagsins. 12. mars 2020 21:24
Neyðarfundur hjá ensku úrvalsdeildinni á morgun Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér aðra yfirlýsingu í kvöld. Sú fyrri hljóðaði þannig að spilað væri um helgina en eftir að Mikel Arteta greindist með kórónaveiruna verður haldinn neyðarfundur á morgun. 12. mars 2020 21:42
Leikmaður Juventus greindur með kórónuveiruna Daniele Rugani, miðvörður Juventus, hefur verið greindur með kórónuveiruna. 11. mars 2020 22:32
Annar leikmaður í ítölsku úrvalsdeildinni smitaður af kórónuveirunni Fyrrverandi framherji Southampton hefur greinst með kórónuveiruna. 12. mars 2020 14:31