Ungstirni Chelsea greinist með kórónuveiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. mars 2020 01:54 Hudson-Odoi í bikarleik með Chelsea fyrr á þessu tímabili. Vísir/Getty Callum Hudson-Odoi, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, hefur verið greindur með kórónuveiruna COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur einnig fram þeir meðlimir Chelsea-liðsins sem hafa verið í samskiptum við leikmanninn séu nú í sóttkví. Það á við um allan eikmannahóp liðsins, þjálfara og einhverja úr hópi annarra starfsmanna félagsins. Gert er ráð fyrir að þau sem ekki hafa verið í nánum samskiptum við Hudson-Odoi muni snúa aftur til vinnu hjá félaginu fljótlega. Nú hefur húsi karlaliðs Chelsea á æfingasvæði félagsins verið lokað tímabundið vegna smitsins. „Callum sýndi einkenni svipuð þeim og koma fram við vægt kvef á mánudagsmorgun, og hefur ekki mætt á æfingasvæðið síðan þá, í öryggisskyni. Hann greindist með kórónuveiruna í kvöld og fer hann því nú í sóttkví,“ segir í tilkynningu frá Chelsea. Þar kemur einnig fram að þessum 19 ára kantmanni heilsist vel og að hann hlakki til að snúa aftur á æfingasvæðið um leið og auðið er. Í gærkvöldi var einnig greint frá því að Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, hefði greinst með veiruna, og að stór hluti leikmanna- og starfsmannahópa Arsenal væri í sóttkví. Það liggur því fyrir að kórónuveiran er farin að setja verulegt strik í reikninginn hvað varðar framvindu ensku úrvalsdeildarinnar, og ljóst að hvorki Chelsea né Arsenal koma til með að geta spilað á næstunni. Enski boltinn Wuhan-veiran Tengdar fréttir Arteta með kórónuveiruna Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er með kórónuveiruna. Þetta staðfesti Lundúnarfélagið í yfirlýsingu sem þeir birtu nú undir kvöld á miðlum félagsins. 12. mars 2020 21:24 Neyðarfundur hjá ensku úrvalsdeildinni á morgun Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér aðra yfirlýsingu í kvöld. Sú fyrri hljóðaði þannig að spilað væri um helgina en eftir að Mikel Arteta greindist með kórónaveiruna verður haldinn neyðarfundur á morgun. 12. mars 2020 21:42 Leikmaður Juventus greindur með kórónuveiruna Daniele Rugani, miðvörður Juventus, hefur verið greindur með kórónuveiruna. 11. mars 2020 22:32 Annar leikmaður í ítölsku úrvalsdeildinni smitaður af kórónuveirunni Fyrrverandi framherji Southampton hefur greinst með kórónuveiruna. 12. mars 2020 14:31 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Sjá meira
Callum Hudson-Odoi, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, hefur verið greindur með kórónuveiruna COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur einnig fram þeir meðlimir Chelsea-liðsins sem hafa verið í samskiptum við leikmanninn séu nú í sóttkví. Það á við um allan eikmannahóp liðsins, þjálfara og einhverja úr hópi annarra starfsmanna félagsins. Gert er ráð fyrir að þau sem ekki hafa verið í nánum samskiptum við Hudson-Odoi muni snúa aftur til vinnu hjá félaginu fljótlega. Nú hefur húsi karlaliðs Chelsea á æfingasvæði félagsins verið lokað tímabundið vegna smitsins. „Callum sýndi einkenni svipuð þeim og koma fram við vægt kvef á mánudagsmorgun, og hefur ekki mætt á æfingasvæðið síðan þá, í öryggisskyni. Hann greindist með kórónuveiruna í kvöld og fer hann því nú í sóttkví,“ segir í tilkynningu frá Chelsea. Þar kemur einnig fram að þessum 19 ára kantmanni heilsist vel og að hann hlakki til að snúa aftur á æfingasvæðið um leið og auðið er. Í gærkvöldi var einnig greint frá því að Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, hefði greinst með veiruna, og að stór hluti leikmanna- og starfsmannahópa Arsenal væri í sóttkví. Það liggur því fyrir að kórónuveiran er farin að setja verulegt strik í reikninginn hvað varðar framvindu ensku úrvalsdeildarinnar, og ljóst að hvorki Chelsea né Arsenal koma til með að geta spilað á næstunni.
Enski boltinn Wuhan-veiran Tengdar fréttir Arteta með kórónuveiruna Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er með kórónuveiruna. Þetta staðfesti Lundúnarfélagið í yfirlýsingu sem þeir birtu nú undir kvöld á miðlum félagsins. 12. mars 2020 21:24 Neyðarfundur hjá ensku úrvalsdeildinni á morgun Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér aðra yfirlýsingu í kvöld. Sú fyrri hljóðaði þannig að spilað væri um helgina en eftir að Mikel Arteta greindist með kórónaveiruna verður haldinn neyðarfundur á morgun. 12. mars 2020 21:42 Leikmaður Juventus greindur með kórónuveiruna Daniele Rugani, miðvörður Juventus, hefur verið greindur með kórónuveiruna. 11. mars 2020 22:32 Annar leikmaður í ítölsku úrvalsdeildinni smitaður af kórónuveirunni Fyrrverandi framherji Southampton hefur greinst með kórónuveiruna. 12. mars 2020 14:31 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Sjá meira
Arteta með kórónuveiruna Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er með kórónuveiruna. Þetta staðfesti Lundúnarfélagið í yfirlýsingu sem þeir birtu nú undir kvöld á miðlum félagsins. 12. mars 2020 21:24
Neyðarfundur hjá ensku úrvalsdeildinni á morgun Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér aðra yfirlýsingu í kvöld. Sú fyrri hljóðaði þannig að spilað væri um helgina en eftir að Mikel Arteta greindist með kórónaveiruna verður haldinn neyðarfundur á morgun. 12. mars 2020 21:42
Leikmaður Juventus greindur með kórónuveiruna Daniele Rugani, miðvörður Juventus, hefur verið greindur með kórónuveiruna. 11. mars 2020 22:32
Annar leikmaður í ítölsku úrvalsdeildinni smitaður af kórónuveirunni Fyrrverandi framherji Southampton hefur greinst með kórónuveiruna. 12. mars 2020 14:31