Fótbolti

Raiola sagður hafa haft samband við Juventus varðandi Pogba

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mino Raiola er umboðsmaður leikmanna eins og Paul Pogba og Zlatan Ibrahimovic.
Mino Raiola er umboðsmaður leikmanna eins og Paul Pogba og Zlatan Ibrahimovic. vísir/getty

Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba hjá Manchester United, er sagður hafa hafið viðræður við Juventus um möguleg kaup á umbjóðanda sínum í sumar.

Pogba hefur verið lengi orðaður burt frá Old Trafford og Frakkinn hefur verið nálægt því að fara frá United í síðustu tveimur gluggum en mikið hefur gustað um hann.

Real Madrid er sagt hafa mikinn áhuga á Pogba en ítölsku meistararnir, sem Pogba yfirgaf árið 2016 fyrir United, eru einnig sögðir áhugasamir.

Fjölmiðillinn Le10Sport greinir frá því að Raiola hafi haft samband við Juventus um möguleg félagaskipti í sumar. Juventus eru sagðir hafa áhuga og Pogba er talinn viljugur til að hlusta á öll tilboð frá gömlu félögunum.

Pogba lék með ítalska félaginu frá árinu 2012 til 2016. hann skoraði 34 mörk og lagði upp önnur 40 í 178 leikjum fyrir „Gömlu konuna“ á tíma sínum hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×