Fótbolti

Samherji Gylfa segir frá andlegum erfiðleikum: Brotnaði niður og grét fyrir framan fjölskylduna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Keane í leik með Everton fyrr í vetur.
Keane í leik með Everton fyrr í vetur. vísir/getty

Michael Keane, varnarmaður Everton og samherja Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, segist hafa barist við andleg veikindi í upphafi tíma síns hjá Everton en hann gekk í raðir liðsins frá Burnley árið 2017.

Keane meiddist skömmu eftir að hafa keyptur til Everton fyrir 30 milljónir punda og hann segir að meiðslin hafi ekki hjálpað til á vellinum þar sem Keane var gagnrýndur fyrir frammistöðu sína.

Everton gekk heldur ekki vel inni á vellinum og Keane segir að hann hafi hálfpartinn lokað sig inni vegna bæði meiðslanna og frammistöðu Everton inni á vellinum. Hann vildi heldur ekki sitja bara upp í stúku, meiddur og horfa á liðsfélaga sína þaðan.

„Ég vildi ekki fara út og ég vildi ekki hitta neinn. Ég skammaðist mín fyrir það hvernig hlutirnir voru að fara á vellinum svo ég vildi ekki sjást einhvers staðar og ég vildi ekki gera neitt,“ sagði Keane.

„Ég hélt þessu inni lengi og lagði hart að mér að snúa hlutunum við á vellinum og ég endaði á því að brotna niður. Ég grét fyrir framan fjölskyldu mína og útskýrði hvernig mér leið.“

„Það var mjög stórt augnablik fyrir mig og þá var ég algjörlega á botninum. Frá þeirri stund hef ég orðið betri og betri með hjálp fjölskyldu minnar og vinna. Ég talaði við íþróttasálfræðing sem ég geri enn til að halda mér við,“ sagði Keane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×