Áætlanir um samkomubann kynntar fljótlega Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2020 21:04 Víða hafa borist fregnir af því síðustu daga að stjórnvöld í Evrópu grípi til þess ráðs að setja á samkomutakmarkanir í tilraun til þess að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Mikil umræða hefur sprottið um slíkt úrræði hér á landi og má reikna með því að áætlanir þess efnis verði kynntar á næstunni ef marka má orð Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá Embætti ríkislögreglustjóra. „Við höfum sagt það í svolítinn tíma að samkomubann og takmarkanir á mannsöfnuðum með einum eða öðrum hætti sé öflugt tól. Við þurfum að beita því á réttum tíma, við erum búin að vera að smíða áætlanir, þær eru langt komnar og verða kynntar fljótlega.“ Snýst um að verja viðkvæma hópa Víðir minnir á að öll vinna almannavarna og heilbrigðisyfirvalda miði að því að vernda einstaklinga sem eru í veikari á hópum, til að mynda eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Þetta snýst um að verja þá og það sem við verðum að standa mestan vörð um til þess að geta veitt þeim þjónustu eru auðvitað gjörgæslur og Landspítalinn sem að við þurfum að verja sem mest. Þess vegna erum við að reyna að draga þennan faraldur sem mest á langinn til þess að þegar toppnum er náð þá verðum enn þá með getu til að veita almennilega heilbrigðisþjónustu.“ Telur að röng tímasetning myndi gera heilbrigðiskerfinu mjög erfitt fyrir Sitt sýnist hverjum um fyrirhugað samkomubann og hafa sumir viljað sjá það lagt á sem fyrst. Víðir ítrekar að það sé mikilvægt að gripið sé til slíks ráðs á hárréttum tíma. „Ef þú setur það of snemma og stoppar algjörlega hugsanlega útbreiðslu faraldursins þá höldum við því í hvað fjórar - átta vikur, eða hvað við þurfum að gera, og svo þegar við höldum að við séum bara orðin í góðum málum og tökum það af, þá fáum við einhverja toppa sem við ráðum ekki við.“ Víðir segir að vísindamenn séu ekki alveg sammála um það hvort að slík aðgerð skili alltaf skotheldum árangri. „Þetta fer að þyngjast, það er alveg ljóst. Þeim fjölgar tilfellunum hjá okkur, við erum tilbúin og við munum beita þessu þegar best lætur.“ Fylgjast vel með aðgerðum í Kína og Evrópu Hann bætir við að vissulega séu margar óvissuspurningar þegar kemur að viðbrögðum við kórónuveirunni. „Það sem gerir þetta erfitt er að við erum að fást við fyrirbæri sem er ekkert mjög mikil þekking á.“ Ekki sé um að ræða veiru sem hafi verið rannsökuð áratugum saman líkt og er með hefðbundnari inflúensu. „Þarna erum við með þessa veiru sem er tiltölulega ný. Þó við höfum einhverja reynslu frá 2003, þá erum við fyrst og fremst núna að rýna allt sem Kínverjarnir gerðu. Þeir eru að miðla til okkar mikið af upplýsingum, Sóttvarnarstofnun Evrópu er að miðla til okkar gögnum og við erum að beita þeim aðgerðum sem virðast vera að virka best.“ Wuhan-veiran Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Héldu að ekki þyrfti að ráðast svo bratt í frestun gjalddaga Ríkisstjórnin mun á fundi sínum klukkan hálf níu í kvöld ræða frumvarp um heimild til að fresta gjalddögum. 12. mars 2020 20:45 Íslensk erfðagreining byrjuð að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53 Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Víða hafa borist fregnir af því síðustu daga að stjórnvöld í Evrópu grípi til þess ráðs að setja á samkomutakmarkanir í tilraun til þess að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Mikil umræða hefur sprottið um slíkt úrræði hér á landi og má reikna með því að áætlanir þess efnis verði kynntar á næstunni ef marka má orð Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá Embætti ríkislögreglustjóra. „Við höfum sagt það í svolítinn tíma að samkomubann og takmarkanir á mannsöfnuðum með einum eða öðrum hætti sé öflugt tól. Við þurfum að beita því á réttum tíma, við erum búin að vera að smíða áætlanir, þær eru langt komnar og verða kynntar fljótlega.“ Snýst um að verja viðkvæma hópa Víðir minnir á að öll vinna almannavarna og heilbrigðisyfirvalda miði að því að vernda einstaklinga sem eru í veikari á hópum, til að mynda eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Þetta snýst um að verja þá og það sem við verðum að standa mestan vörð um til þess að geta veitt þeim þjónustu eru auðvitað gjörgæslur og Landspítalinn sem að við þurfum að verja sem mest. Þess vegna erum við að reyna að draga þennan faraldur sem mest á langinn til þess að þegar toppnum er náð þá verðum enn þá með getu til að veita almennilega heilbrigðisþjónustu.“ Telur að röng tímasetning myndi gera heilbrigðiskerfinu mjög erfitt fyrir Sitt sýnist hverjum um fyrirhugað samkomubann og hafa sumir viljað sjá það lagt á sem fyrst. Víðir ítrekar að það sé mikilvægt að gripið sé til slíks ráðs á hárréttum tíma. „Ef þú setur það of snemma og stoppar algjörlega hugsanlega útbreiðslu faraldursins þá höldum við því í hvað fjórar - átta vikur, eða hvað við þurfum að gera, og svo þegar við höldum að við séum bara orðin í góðum málum og tökum það af, þá fáum við einhverja toppa sem við ráðum ekki við.“ Víðir segir að vísindamenn séu ekki alveg sammála um það hvort að slík aðgerð skili alltaf skotheldum árangri. „Þetta fer að þyngjast, það er alveg ljóst. Þeim fjölgar tilfellunum hjá okkur, við erum tilbúin og við munum beita þessu þegar best lætur.“ Fylgjast vel með aðgerðum í Kína og Evrópu Hann bætir við að vissulega séu margar óvissuspurningar þegar kemur að viðbrögðum við kórónuveirunni. „Það sem gerir þetta erfitt er að við erum að fást við fyrirbæri sem er ekkert mjög mikil þekking á.“ Ekki sé um að ræða veiru sem hafi verið rannsökuð áratugum saman líkt og er með hefðbundnari inflúensu. „Þarna erum við með þessa veiru sem er tiltölulega ný. Þó við höfum einhverja reynslu frá 2003, þá erum við fyrst og fremst núna að rýna allt sem Kínverjarnir gerðu. Þeir eru að miðla til okkar mikið af upplýsingum, Sóttvarnarstofnun Evrópu er að miðla til okkar gögnum og við erum að beita þeim aðgerðum sem virðast vera að virka best.“
Wuhan-veiran Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Héldu að ekki þyrfti að ráðast svo bratt í frestun gjalddaga Ríkisstjórnin mun á fundi sínum klukkan hálf níu í kvöld ræða frumvarp um heimild til að fresta gjalddögum. 12. mars 2020 20:45 Íslensk erfðagreining byrjuð að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53 Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Héldu að ekki þyrfti að ráðast svo bratt í frestun gjalddaga Ríkisstjórnin mun á fundi sínum klukkan hálf níu í kvöld ræða frumvarp um heimild til að fresta gjalddögum. 12. mars 2020 20:45
Íslensk erfðagreining byrjuð að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53
Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent