Innlent

109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá upplýsingafundinum í dag.
Frá upplýsingafundinum í dag. Vísir/Vilhelm

109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi nú rétt í þessu.

Þórólfur sagði að tæplega þúsund sýni hefðu nú verið rannsökuð með tilliti til veirunnar.

Langflestir þeirra sem hafa greinst með veiruna hafa verið að koma frá skíðasvæðum í Ölpunum en þá er auk þess um að ræða einstaklinga sem hafa verið að koma frá Bandaríkjunum. Þá eru innlend smit um 24 talsins. Um 900 einstaklingar eru í sóttkví.

„Það er greinilegt að þessi veira er enn þá í vexti, sérstaklega með einstaklingum sem eru að koma inn til landsins,“ sagði Þórólfur.

Þá kom einnig fram í máli hans að tveir sjúklingar liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19 veikinda. Smitsjúkdómalæknar fylgjast grannt með líðan þeirra.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×