Fótbolti

Götze yfirgefur Dortmund í sumar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Orðinn þreyttur á bekkjarsetunni
  vísir/getty

Þýski miðjumaðurinn Mario Götze mun yfirgefa þýska stórliðið Borussia Dortmund í sumar eftir mikla bekkjarsetu á yfirstandandi leiktíð.

Götze er 27 ára gamall og sló fyrst í gegn hjá Dortmund leiktíðina 2010/2011 þegar hann hjálpaði liðinu að verða þýskur meistari. Hann vann deildina aftur með Dortmund ári síðar en færði sig svo um set til Bayern Munchen þar sem hann varð þýskur meistari í þrígang.

Hann missti hinsvegar sæti sitt í byrjunarliði Bæjara og gekk aftur í raðir Dortmund árið 2016. Hann hefur ekki verið í lykilhlutverki hjá Dortmund síðan og Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu segir að sameiginleg ákvörðun hafi náðst vegna framtíðar kappans.

„Mario mun yfirgefa okkur í sumar. Þessi ákvörðun er sameiginleg og tekin af mikilli virðingu. Hann er frábær maður,“ segir Zorc.

Götze á 63 landsleiki fyrir Þjóðverja og náði hátindi ferils síns þegar hann tryggði þýska landsliðinu Heimsmeistaratitilinn 2014.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.