Innlent

Yfir 100 manns nú greinst með kórónuveiruna á Íslandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá því í gærkvöldi hafa fimmtán tilfelli af veirunni greinst.
Frá því í gærkvöldi hafa fimmtán tilfelli af veirunni greinst. Vísir/Vilhelm

Alls hafa nú 103 einstaklingar greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna.

Í tilkynningu segir að frá því í gærkvöldi hafi fimmtán tilfelli af veirunni verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 80 smit tengjast ferðum erlendis en 23 eru innanlandssmit.

Uppruna flestra smita má rekja til Norður-Ítalíu og skíðasvæða í Ölpunum en þrjú smit hafa greinst frá einstaklingum sem komu hingað frá Bandaríkjunum.

Um þúsund sýni hafa verið tekin í heild.

Klukkan 12 hefst aukafréttatími Stöðvar 2 í beinni útsendingu í sjónvarpi og hér á Vísi. Þar verður rætt við Rögnvald Ólafsson, verkefnastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.