Fótbolti

Þrettán þúsund stuðningsmenn Gladbach „mættu“ á leikinn í dag: Borguðu nítján evrur fyrir miðann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Allir klárir í leik dagsins.
Allir klárir í leik dagsins. vísir/getty

Stuðningsmenn þýska knattspyrnuliðsins Borussia Mönchengladbach hafa margoft í gegnum tíðina sýnt að þeir styðja sitt lið í gegnum súrt og sætt og það hefur enn og aftur sannað sig.

Þýska úrvalsdeildin byrjaði aftur að rúlla um síðustu helgi er Mönchengladbach vann góðan útisigur á Eintracht Frankfurt en þrettán þúsund stuðningsmenn liðsins hafa keypt „miða“ á leik liðsins gegn Bayer Leverkusen sem er nú í gangi

Hver stuðningsmaður borgaði nítján evrur fyrir pappaspjald af sér á vellinum en það eru tæplega þrjú þúsund íslenskar krónur. Þannig safnaði liðið 247 þúsund evrum sem er ansi vel þegið á tímum eins og þessum þar sem mörg lið berjast í bökkum vegna áhrifa kórónuveirunnar.

Mönchengladbach er í harðri toppbaráttu. Liðið er í 3. sæti þýsku deildarinnar með 52 stig, tveimur stigum á eftir Dortmund sem er í öðru sætinu en sex stigum á eftir toppliði Bayern Munchen. Þeir eru svo stigi á undan Leipzig sem er í 4. sætinu og tveimur á undan Leverkusen sem er í því fimmta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.