Samstaða um að hafna lokatilboði Icelandair Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2020 16:18 Frá upplýsingafundi FFÍ vegna kjaradeilna við Icelandair. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, hefur staðið í ströngu að undanförnu. visir/vilhelm Algjör samstaða er meðal félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) að hafna svo kölluðu lokatilboði Icelandair í kjaradeilu félagsins. Svo hefst tilkynning sem Flugfreyjufélag Íslands sendi fjölmiðlum nú rétt í þessu en fjórir fjölmennir félagsfundir hafa verið haldnir í dag á Hilton Reykjavík Nordica hótel. Þar kynntu stjórn og samninganefnd félagsins fyrir nokkur hundruð félagsmönnum innihald síðasta tilboðs Icelandair og jafnframt síðasta tilboðs FFÍ. Í tilkynningunni segir að flugliðar hafi nú verið án kjarasamnings í á annað ár „og setið eftir meðan aðrir aðilar vinnumarkaðarins hafa fengið kjarabætur, en í samningstilboðum af beggja hálfu felst engu að síður verulega aukið vinnuframlag í viðbót við kjaraskerðingu. FFÍ hefur ítrekað boðið verulegar tilslakanir, sveigjanleika og réttindaskerðingar, auk þess að semja til nokkurra ára.“ Þá kemur fram að kynntir voru útreikningar Alþýðusambands Íslands á tilboðum þeim sem lögð hafa verið fram. „Og sést þar svart á hvítu hversu mikil kjaraskerðing felst í þeim, en meðallaun félagsmanna eru nú þegar undir meðallaunum í landinu.“ Á meðfylgjandi mynd má sjá stöðu kaupmáttar félagsmanna FFÍ, eins og hún er í dag, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Svo enn sé vitnað til tilkynningarinnar segir þar að á fundunum hafi komið fram verulegar áhyggjur félagsmanna FFÍ af stöðu mála, af óbilgirni samninganefndar Icelandair en jafnframt gríðarleg samstaða með forystu og samninganefnd FFÍ og mikill samningsvilji. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Efnahagsmál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. 22. maí 2020 10:51 Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53 Hluthafafundur Icelandair hafinn Hluthafafundur Icelandair hófst á Hilton Nordica-hótelinu núna upp úr klukkan 16. 22. maí 2020 16:08 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Sjá meira
Algjör samstaða er meðal félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) að hafna svo kölluðu lokatilboði Icelandair í kjaradeilu félagsins. Svo hefst tilkynning sem Flugfreyjufélag Íslands sendi fjölmiðlum nú rétt í þessu en fjórir fjölmennir félagsfundir hafa verið haldnir í dag á Hilton Reykjavík Nordica hótel. Þar kynntu stjórn og samninganefnd félagsins fyrir nokkur hundruð félagsmönnum innihald síðasta tilboðs Icelandair og jafnframt síðasta tilboðs FFÍ. Í tilkynningunni segir að flugliðar hafi nú verið án kjarasamnings í á annað ár „og setið eftir meðan aðrir aðilar vinnumarkaðarins hafa fengið kjarabætur, en í samningstilboðum af beggja hálfu felst engu að síður verulega aukið vinnuframlag í viðbót við kjaraskerðingu. FFÍ hefur ítrekað boðið verulegar tilslakanir, sveigjanleika og réttindaskerðingar, auk þess að semja til nokkurra ára.“ Þá kemur fram að kynntir voru útreikningar Alþýðusambands Íslands á tilboðum þeim sem lögð hafa verið fram. „Og sést þar svart á hvítu hversu mikil kjaraskerðing felst í þeim, en meðallaun félagsmanna eru nú þegar undir meðallaunum í landinu.“ Á meðfylgjandi mynd má sjá stöðu kaupmáttar félagsmanna FFÍ, eins og hún er í dag, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Svo enn sé vitnað til tilkynningarinnar segir þar að á fundunum hafi komið fram verulegar áhyggjur félagsmanna FFÍ af stöðu mála, af óbilgirni samninganefndar Icelandair en jafnframt gríðarleg samstaða með forystu og samninganefnd FFÍ og mikill samningsvilji.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Efnahagsmál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. 22. maí 2020 10:51 Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53 Hluthafafundur Icelandair hafinn Hluthafafundur Icelandair hófst á Hilton Nordica-hótelinu núna upp úr klukkan 16. 22. maí 2020 16:08 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Sjá meira
Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. 22. maí 2020 10:51
Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53
Hluthafafundur Icelandair hafinn Hluthafafundur Icelandair hófst á Hilton Nordica-hótelinu núna upp úr klukkan 16. 22. maí 2020 16:08