Samstaða um að hafna lokatilboði Icelandair Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2020 16:18 Frá upplýsingafundi FFÍ vegna kjaradeilna við Icelandair. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, hefur staðið í ströngu að undanförnu. visir/vilhelm Algjör samstaða er meðal félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) að hafna svo kölluðu lokatilboði Icelandair í kjaradeilu félagsins. Svo hefst tilkynning sem Flugfreyjufélag Íslands sendi fjölmiðlum nú rétt í þessu en fjórir fjölmennir félagsfundir hafa verið haldnir í dag á Hilton Reykjavík Nordica hótel. Þar kynntu stjórn og samninganefnd félagsins fyrir nokkur hundruð félagsmönnum innihald síðasta tilboðs Icelandair og jafnframt síðasta tilboðs FFÍ. Í tilkynningunni segir að flugliðar hafi nú verið án kjarasamnings í á annað ár „og setið eftir meðan aðrir aðilar vinnumarkaðarins hafa fengið kjarabætur, en í samningstilboðum af beggja hálfu felst engu að síður verulega aukið vinnuframlag í viðbót við kjaraskerðingu. FFÍ hefur ítrekað boðið verulegar tilslakanir, sveigjanleika og réttindaskerðingar, auk þess að semja til nokkurra ára.“ Þá kemur fram að kynntir voru útreikningar Alþýðusambands Íslands á tilboðum þeim sem lögð hafa verið fram. „Og sést þar svart á hvítu hversu mikil kjaraskerðing felst í þeim, en meðallaun félagsmanna eru nú þegar undir meðallaunum í landinu.“ Á meðfylgjandi mynd má sjá stöðu kaupmáttar félagsmanna FFÍ, eins og hún er í dag, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Svo enn sé vitnað til tilkynningarinnar segir þar að á fundunum hafi komið fram verulegar áhyggjur félagsmanna FFÍ af stöðu mála, af óbilgirni samninganefndar Icelandair en jafnframt gríðarleg samstaða með forystu og samninganefnd FFÍ og mikill samningsvilji. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Efnahagsmál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. 22. maí 2020 10:51 Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53 Hluthafafundur Icelandair hafinn Hluthafafundur Icelandair hófst á Hilton Nordica-hótelinu núna upp úr klukkan 16. 22. maí 2020 16:08 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Algjör samstaða er meðal félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) að hafna svo kölluðu lokatilboði Icelandair í kjaradeilu félagsins. Svo hefst tilkynning sem Flugfreyjufélag Íslands sendi fjölmiðlum nú rétt í þessu en fjórir fjölmennir félagsfundir hafa verið haldnir í dag á Hilton Reykjavík Nordica hótel. Þar kynntu stjórn og samninganefnd félagsins fyrir nokkur hundruð félagsmönnum innihald síðasta tilboðs Icelandair og jafnframt síðasta tilboðs FFÍ. Í tilkynningunni segir að flugliðar hafi nú verið án kjarasamnings í á annað ár „og setið eftir meðan aðrir aðilar vinnumarkaðarins hafa fengið kjarabætur, en í samningstilboðum af beggja hálfu felst engu að síður verulega aukið vinnuframlag í viðbót við kjaraskerðingu. FFÍ hefur ítrekað boðið verulegar tilslakanir, sveigjanleika og réttindaskerðingar, auk þess að semja til nokkurra ára.“ Þá kemur fram að kynntir voru útreikningar Alþýðusambands Íslands á tilboðum þeim sem lögð hafa verið fram. „Og sést þar svart á hvítu hversu mikil kjaraskerðing felst í þeim, en meðallaun félagsmanna eru nú þegar undir meðallaunum í landinu.“ Á meðfylgjandi mynd má sjá stöðu kaupmáttar félagsmanna FFÍ, eins og hún er í dag, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Svo enn sé vitnað til tilkynningarinnar segir þar að á fundunum hafi komið fram verulegar áhyggjur félagsmanna FFÍ af stöðu mála, af óbilgirni samninganefndar Icelandair en jafnframt gríðarleg samstaða með forystu og samninganefnd FFÍ og mikill samningsvilji.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Efnahagsmál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. 22. maí 2020 10:51 Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53 Hluthafafundur Icelandair hafinn Hluthafafundur Icelandair hófst á Hilton Nordica-hótelinu núna upp úr klukkan 16. 22. maí 2020 16:08 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. 22. maí 2020 10:51
Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53
Hluthafafundur Icelandair hafinn Hluthafafundur Icelandair hófst á Hilton Nordica-hótelinu núna upp úr klukkan 16. 22. maí 2020 16:08