Samstaða um að hafna lokatilboði Icelandair Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2020 16:18 Frá upplýsingafundi FFÍ vegna kjaradeilna við Icelandair. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, hefur staðið í ströngu að undanförnu. visir/vilhelm Algjör samstaða er meðal félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) að hafna svo kölluðu lokatilboði Icelandair í kjaradeilu félagsins. Svo hefst tilkynning sem Flugfreyjufélag Íslands sendi fjölmiðlum nú rétt í þessu en fjórir fjölmennir félagsfundir hafa verið haldnir í dag á Hilton Reykjavík Nordica hótel. Þar kynntu stjórn og samninganefnd félagsins fyrir nokkur hundruð félagsmönnum innihald síðasta tilboðs Icelandair og jafnframt síðasta tilboðs FFÍ. Í tilkynningunni segir að flugliðar hafi nú verið án kjarasamnings í á annað ár „og setið eftir meðan aðrir aðilar vinnumarkaðarins hafa fengið kjarabætur, en í samningstilboðum af beggja hálfu felst engu að síður verulega aukið vinnuframlag í viðbót við kjaraskerðingu. FFÍ hefur ítrekað boðið verulegar tilslakanir, sveigjanleika og réttindaskerðingar, auk þess að semja til nokkurra ára.“ Þá kemur fram að kynntir voru útreikningar Alþýðusambands Íslands á tilboðum þeim sem lögð hafa verið fram. „Og sést þar svart á hvítu hversu mikil kjaraskerðing felst í þeim, en meðallaun félagsmanna eru nú þegar undir meðallaunum í landinu.“ Á meðfylgjandi mynd má sjá stöðu kaupmáttar félagsmanna FFÍ, eins og hún er í dag, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Svo enn sé vitnað til tilkynningarinnar segir þar að á fundunum hafi komið fram verulegar áhyggjur félagsmanna FFÍ af stöðu mála, af óbilgirni samninganefndar Icelandair en jafnframt gríðarleg samstaða með forystu og samninganefnd FFÍ og mikill samningsvilji. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Efnahagsmál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. 22. maí 2020 10:51 Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53 Hluthafafundur Icelandair hafinn Hluthafafundur Icelandair hófst á Hilton Nordica-hótelinu núna upp úr klukkan 16. 22. maí 2020 16:08 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Algjör samstaða er meðal félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) að hafna svo kölluðu lokatilboði Icelandair í kjaradeilu félagsins. Svo hefst tilkynning sem Flugfreyjufélag Íslands sendi fjölmiðlum nú rétt í þessu en fjórir fjölmennir félagsfundir hafa verið haldnir í dag á Hilton Reykjavík Nordica hótel. Þar kynntu stjórn og samninganefnd félagsins fyrir nokkur hundruð félagsmönnum innihald síðasta tilboðs Icelandair og jafnframt síðasta tilboðs FFÍ. Í tilkynningunni segir að flugliðar hafi nú verið án kjarasamnings í á annað ár „og setið eftir meðan aðrir aðilar vinnumarkaðarins hafa fengið kjarabætur, en í samningstilboðum af beggja hálfu felst engu að síður verulega aukið vinnuframlag í viðbót við kjaraskerðingu. FFÍ hefur ítrekað boðið verulegar tilslakanir, sveigjanleika og réttindaskerðingar, auk þess að semja til nokkurra ára.“ Þá kemur fram að kynntir voru útreikningar Alþýðusambands Íslands á tilboðum þeim sem lögð hafa verið fram. „Og sést þar svart á hvítu hversu mikil kjaraskerðing felst í þeim, en meðallaun félagsmanna eru nú þegar undir meðallaunum í landinu.“ Á meðfylgjandi mynd má sjá stöðu kaupmáttar félagsmanna FFÍ, eins og hún er í dag, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Svo enn sé vitnað til tilkynningarinnar segir þar að á fundunum hafi komið fram verulegar áhyggjur félagsmanna FFÍ af stöðu mála, af óbilgirni samninganefndar Icelandair en jafnframt gríðarleg samstaða með forystu og samninganefnd FFÍ og mikill samningsvilji.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Efnahagsmál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. 22. maí 2020 10:51 Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53 Hluthafafundur Icelandair hafinn Hluthafafundur Icelandair hófst á Hilton Nordica-hótelinu núna upp úr klukkan 16. 22. maí 2020 16:08 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. 22. maí 2020 10:51
Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. 22. maí 2020 14:53
Hluthafafundur Icelandair hafinn Hluthafafundur Icelandair hófst á Hilton Nordica-hótelinu núna upp úr klukkan 16. 22. maí 2020 16:08