Fótbolti

„Ferð ekkert á Dale Car­negi­e nám­skeið í leið­toga­tækni og verður aðal kallinn á vellinum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tómas Ingi og Reynir voru í settinu á miðvikudagskvöldið.
Tómas Ingi og Reynir voru í settinu á miðvikudagskvöldið. vísir/s2s

Tómas Ingi Tómasson, einn sérfræðingur Pepsi Max-markanna í sumar, segir að FH þurfi að fylla skarð leiðtoganna Péturs Viðarssonar og Davíðs Þórs Viðarssonar sem lögðu báðir skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð.

FH var eitt þeirra liða sem var til umræðu hjá Gumma Ben og spekingunum hans en Gummi, Reynir Leósson og Tómas Ingi Tómasson ræddu FH, Fjölni og Breiðablik í fyrsta upphitunarþætti Pepsi Max-markanna fyrir komandi tímabil.

„Þegar maður rúllar yfir þetta þá finnst mér mestu særindin hjá FH að missa bæði Pétur og Davíð. Þetta eru miklir karakterar báðir tveir og ef liðinu gengur illa þá eru þetta menn sem geta rifið þá upp. Við eigum eftir að sjá hver tekur við því kefli,“ sagði Tómas Ingi og hélt áfram:

„Kannski Baldur (innsk. blm. Sigurðsson). Ég veit það ekki, en það verður gaman að sjá hver tekur þetta hlutverk sem þessir tveir skilja eftir sig því það verður einhver að gera það. Það verður 100% að finna mann í það.“

Reynir Leósson bætti við að færri svona leikmenn væru að koma upp í íslenska fótboltanum nú til dags og þá tók Tómas Ingi aftur við boltanum.

„Þú ferð ekkert á Dale Carnegie námskeið í leiðtogatækni og verður aðal kallinn á vellinum, það er ekki bara svoleiðis. Annað hvort ertu fæddur með þessi gen í þér eða þú ert ekki með þetta. Auðvitað er hægt að ala það upp og styrkja þau en þú býrð þetta ekki til, ekki einu sinni í níu eða tíu ára krökkum.“

Klippa: Pepsi Max-mörkin - Tómas Ingi og Dale Carnegie



Fleiri fréttir

Sjá meira


×