Henderson líður vel á Melwood en skilur leikmenn annarra liða Anton Ingi Leifsson skrifar 22. maí 2020 07:30 Jordan Henderson á æfingu Liverpool á dögunum. vísir/getty Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, er ánægður með að byrja aftur með félögum sínum eftir rúma tvo mánuði í útgöngubanni og segir að öllum helstu reglum sé fylgt á æfingasvæði félagsins. Henderson segir að honum líði vel því annars myndi hann ekki mæta til æfinga. Enska úrvalsdeildarliðin fengu grænt ljós frá stjórnvöldum að byrja æfa fyrr í vikunni og Liverpool var eitt þeirra liða sem byrjaði fyrst. Henderson segir að þetta sé gott skref og að á Melwood, æfingasvæði Liverpool, sé öllum helstu sóttvarnarreglum reglum gætt. „Mér líður vel með allar þær ráðstafanir sem enska úrvalsdeildin og félagið hefur gert. Prufanir, hitamælingar, fjarlægðartakmörk og allt sótthreinsað en þetta hefur allt verið gert mjög vel síðan við mættum aftur. Þau gera allt til þess að gera sem öruggast. Mér líður vel og það er ástæðan fyrir því að við erum að æfa. Mér líður vel á æfingasvæðinu annars væri ég ekki þar,“ sagði Henderson við Sky Sports. Jordan Henderson says he feels very safe at Liverpool's training ground, 'otherwise I wouldn't be here' https://t.co/1i64sQ4cFj— MailOnline Sport (@MailSport) May 21, 2020 „Hvað varðar næstu skref munum við hlusta á spekinga og lækna. Við munum fylgja öllum réttum skrefum. Við viljum byrja aftur að æfa í stærri hópum og vonandi spila leiki fyrr en síðar, það er að segja þegar það er öruggt.“ Leikmenn eins og N’Golo Kante og Troy Deeney hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að snúa aftur til æfinga og báðir hafa neitað því að æfa. Fyrirliði toppliðsins sýnir því fullan skilning. „Ég ber virðingu fyrir þeim skoðunum. Menn eru í mismunandi aðstæðum og ef þér líður ekki vel þá ættir þú ekki að vera neyddur eða sett pressa á þig að mæta í vinnuna. Ég ber fulla virðingu fyrir þeim sem líður enn ekki vel. Ef það myndi einhver af liðsfélögum mínum líða illa þá myndi ég virða það og styðja hann.“ Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, er ánægður með að byrja aftur með félögum sínum eftir rúma tvo mánuði í útgöngubanni og segir að öllum helstu reglum sé fylgt á æfingasvæði félagsins. Henderson segir að honum líði vel því annars myndi hann ekki mæta til æfinga. Enska úrvalsdeildarliðin fengu grænt ljós frá stjórnvöldum að byrja æfa fyrr í vikunni og Liverpool var eitt þeirra liða sem byrjaði fyrst. Henderson segir að þetta sé gott skref og að á Melwood, æfingasvæði Liverpool, sé öllum helstu sóttvarnarreglum reglum gætt. „Mér líður vel með allar þær ráðstafanir sem enska úrvalsdeildin og félagið hefur gert. Prufanir, hitamælingar, fjarlægðartakmörk og allt sótthreinsað en þetta hefur allt verið gert mjög vel síðan við mættum aftur. Þau gera allt til þess að gera sem öruggast. Mér líður vel og það er ástæðan fyrir því að við erum að æfa. Mér líður vel á æfingasvæðinu annars væri ég ekki þar,“ sagði Henderson við Sky Sports. Jordan Henderson says he feels very safe at Liverpool's training ground, 'otherwise I wouldn't be here' https://t.co/1i64sQ4cFj— MailOnline Sport (@MailSport) May 21, 2020 „Hvað varðar næstu skref munum við hlusta á spekinga og lækna. Við munum fylgja öllum réttum skrefum. Við viljum byrja aftur að æfa í stærri hópum og vonandi spila leiki fyrr en síðar, það er að segja þegar það er öruggt.“ Leikmenn eins og N’Golo Kante og Troy Deeney hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að snúa aftur til æfinga og báðir hafa neitað því að æfa. Fyrirliði toppliðsins sýnir því fullan skilning. „Ég ber virðingu fyrir þeim skoðunum. Menn eru í mismunandi aðstæðum og ef þér líður ekki vel þá ættir þú ekki að vera neyddur eða sett pressa á þig að mæta í vinnuna. Ég ber fulla virðingu fyrir þeim sem líður enn ekki vel. Ef það myndi einhver af liðsfélögum mínum líða illa þá myndi ég virða það og styðja hann.“
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira