Erlent

Bandaríkin: Biden nánast tryggir sér tilnefninguna

Samúel Karl Ólason skrifar
Þeir Bernie Sanders, Joe Biden og Donald Trump eru til umfjöllunar í fjórða þætti hlaðvarpsins Bandaríkjanna.
Þeir Bernie Sanders, Joe Biden og Donald Trump eru til umfjöllunar í fjórða þætti hlaðvarpsins Bandaríkjanna.

Velgengni Joe Biden í forvali Demókrataflokksins og slæmt gengi Bernie Sanders, er það helsta sem er til umfjöllunar í fjórða þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál.

Einnig ræða fréttamenn hvaða mögulegu áhrif kórónuveiran getur haft á forsetakosningarnar í nóvember og mögulegt val Joe Biden og Donald Trump á varaforsetaefni og varaforseta.

Þá sér Jakob Bjarnar, sérstakur gestur þáttarins, um að leiklesa Trump-tíst.

Fréttastofa stendur að þessu hlaðvarpi, Bandaríkjunum, í aðdraganda þeirra kosninga sem verða í nóvember.

Hlusta má á þriðja þátt Bandaríkjanna hér að neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify:

Klippa: Bandaríkin - Biden nánast tryggir sér tilnefninguna


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×