Erlent

Stungin til bana fyrir framan dóttur sína

Andri Eysteinsson skrifar
Lögreglan í Manchester hefur handtekið mann grunaðann um morðið.
Lögreglan í Manchester hefur handtekið mann grunaðann um morðið. Getty/Anthony Devlin

Þrjátíu og tveggja ára gömul bresk kona, Melissa Belshaw, var stungin til bana í gær fyrir framan þrettán ára dóttur sína. Belshaw mæðgurnar höfðu verið á gangi um Upholland Road í nágrenni bæjarins Wigan þegar maður, sem fórnarlambið þekkti til, réðst á þær. Sky greinir frá.

Tveir vegfarendur reyndu sitt besta til þess að stöðva árásarmanninn og var annar þeirra færður á sjúkrahús eftir að hafa hlotið stungusár. Tilraunir mannanna og sjúkraliða sem sinntu konunni báru þó ekki árangur.

Þrjátíu og sex ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um morðið að sögn lögreglunnar á Stór-Manchestersvæðinu.

Lögreglan vottaði þá dóttur konunnar, sem varð vitni að atvikinu, samúð.

 „Dóttir hinnar látnu var viðstödd og ég get vart ímyndað mér hvað hún hefur þurft að ganga í gegnum, sagði yfirlögregluþjóninn Chris Bridge á blaðamannafundi.

„Tveir menn sýndu mikið hugrekki. Ég nota orðið hetja mjög sparlega en þeir eru svo sannarlega hetjur. Þeir hlupu rakleitt í átt að hættunni og reyndu að skerast í leikinn,“ sagði Bridge og þakkaði mönnunum sérstaklega.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.