Kína leggur til lög sem myndu takmarka andstöðu Hong Kong Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2020 14:50 Æðsta ráðgjafarþing Kínverja á sviði stjórnmála kom saman í vikunni. AP Photo/Andy Wong Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um ný öryggislög í Hong Kong sem myndu banna uppreisnaráróður, sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins og landráð. Líklegt er talið að tilraunin verði gagnrýnd alþjóðlega og í Hong Kong sjálfu, þar sem geisuðu margra mánaða mótmæli í fyrra. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að kínverska Alþýðuþingið, sem fer með lagasetningarvaldið í Kína, muni taka frumvarpið fyrir þegar þingið kemur saman á föstudag. Samkvæmt ör-stjórnarskrá Hong Kong þarf sjálfstjórnarhéraðið að innleiða slík öryggislög. Alþýðuþing Kína verður sett á morgun, föstudag, þar sem um þrjú þúsund þingmenn munu koma saman og ræða frumvarpið. Þingið kemur saman aðeins einu sinni á ári í tvær vikur í senn. Hin svokölluðu Grunnlög voru innleidd árið 1997 þegar Bretland skilaði Hong Kong af yfirráðasvæði sínu aftur til Kína en þau tryggja ákveðin grunnréttindi sem eru ekki til staðar á meginlandi Kína. Yfirvöld í Peking hafa alltaf haft völdin til að innleiða öryggislögin í Grunnlögin en hafa ekki beitt þeim völdum hingað til. Hins vegar hafa kosningar til héraðsþings Hong Kong verið boðaðar í september næstkomandi og talið er að ef flokkum sem styðja aukið lýðræði gengur jafn vel og þeim gerði í svæðakosningum í fyrra gæti héraðsþingið tekið upp á því að koma í veg fyrir innleiðingu laga sem eru frá yfirvöldum Kína komin. Heimildarmaður South China Morning Post, fréttamiðils sem staðsettur er í Hong Kong, frá meginlandinu sagði í samtali við blaðið að yfirvöld í Peking hafi ákveðið að Hong Kong væri ekki fært um að innleiða eigin öryggislög og því þyrfti þjóðþingið að taka á sig þá ábyrgð. Á mánudag var fjöldi þingmanna í Hong Kong sem styðja aukið lýðræði dregnir út úr þingsalnum vegna átaka sem brutust út vegna frumvarps til laga um þjóðsöng Kína. Væru lögin samþykkt væri það glæpsamlegt athæfi að sýna kínverska þjóðsöngnum virðingarleysi. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58 Lam hótar mótmælendum í Hong Kong Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir að „eitt ríki, tvö kerfi“ gæti verið við lýði löngu eftir að það rennur formlega út árið 2047. Eingöngu þó ef ungt fólk Hong Kong skemmir það ekki með „tímabundnum misskilningi“. 16. janúar 2020 10:18 Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Skipuleggjendur gagnrýna lögreglu fyrir að hafa gefið mótmælendum skamman tíma að láta sig hverfa áður en byrjað var að handtaka fólk. 2. janúar 2020 11:33 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um ný öryggislög í Hong Kong sem myndu banna uppreisnaráróður, sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins og landráð. Líklegt er talið að tilraunin verði gagnrýnd alþjóðlega og í Hong Kong sjálfu, þar sem geisuðu margra mánaða mótmæli í fyrra. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að kínverska Alþýðuþingið, sem fer með lagasetningarvaldið í Kína, muni taka frumvarpið fyrir þegar þingið kemur saman á föstudag. Samkvæmt ör-stjórnarskrá Hong Kong þarf sjálfstjórnarhéraðið að innleiða slík öryggislög. Alþýðuþing Kína verður sett á morgun, föstudag, þar sem um þrjú þúsund þingmenn munu koma saman og ræða frumvarpið. Þingið kemur saman aðeins einu sinni á ári í tvær vikur í senn. Hin svokölluðu Grunnlög voru innleidd árið 1997 þegar Bretland skilaði Hong Kong af yfirráðasvæði sínu aftur til Kína en þau tryggja ákveðin grunnréttindi sem eru ekki til staðar á meginlandi Kína. Yfirvöld í Peking hafa alltaf haft völdin til að innleiða öryggislögin í Grunnlögin en hafa ekki beitt þeim völdum hingað til. Hins vegar hafa kosningar til héraðsþings Hong Kong verið boðaðar í september næstkomandi og talið er að ef flokkum sem styðja aukið lýðræði gengur jafn vel og þeim gerði í svæðakosningum í fyrra gæti héraðsþingið tekið upp á því að koma í veg fyrir innleiðingu laga sem eru frá yfirvöldum Kína komin. Heimildarmaður South China Morning Post, fréttamiðils sem staðsettur er í Hong Kong, frá meginlandinu sagði í samtali við blaðið að yfirvöld í Peking hafi ákveðið að Hong Kong væri ekki fært um að innleiða eigin öryggislög og því þyrfti þjóðþingið að taka á sig þá ábyrgð. Á mánudag var fjöldi þingmanna í Hong Kong sem styðja aukið lýðræði dregnir út úr þingsalnum vegna átaka sem brutust út vegna frumvarps til laga um þjóðsöng Kína. Væru lögin samþykkt væri það glæpsamlegt athæfi að sýna kínverska þjóðsöngnum virðingarleysi.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58 Lam hótar mótmælendum í Hong Kong Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir að „eitt ríki, tvö kerfi“ gæti verið við lýði löngu eftir að það rennur formlega út árið 2047. Eingöngu þó ef ungt fólk Hong Kong skemmir það ekki með „tímabundnum misskilningi“. 16. janúar 2020 10:18 Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Skipuleggjendur gagnrýna lögreglu fyrir að hafa gefið mótmælendum skamman tíma að láta sig hverfa áður en byrjað var að handtaka fólk. 2. janúar 2020 11:33 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58
Lam hótar mótmælendum í Hong Kong Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir að „eitt ríki, tvö kerfi“ gæti verið við lýði löngu eftir að það rennur formlega út árið 2047. Eingöngu þó ef ungt fólk Hong Kong skemmir það ekki með „tímabundnum misskilningi“. 16. janúar 2020 10:18
Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Skipuleggjendur gagnrýna lögreglu fyrir að hafa gefið mótmælendum skamman tíma að láta sig hverfa áður en byrjað var að handtaka fólk. 2. janúar 2020 11:33