Setur kröfur á þá leikmenn sem Man. United kaupir í sumar Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2020 08:00 Bruno Fernandes hefur gjörbreytt liði Manchester United. vísir/getty Bruno Fernandes hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Manchester United frá því að hann gekk í raðir félagsins í janúar. Hann setur þá kröfu á leikmenn sem koma til félagsins í sumar að þeir séu alvöru sigurvegarar, eins og hann. Fernandes sló í gegn með United á upphafsmánuðunum eftir að hafa komið frá Sporting í janúar og var meðal annars valinn leikmaður mánaðarins í febrúar áður en fótboltinn var stöðvaður vegna kórónuveirunar. Fernandez er mikill sigurvegari og fór ekkert leynt með það í viðtali sem birtist við hann á heimasíðu United í gær þar sem stuðningsmenn fengu að spyrja hann spjörunum úr. „Ég vil vinna allt. Ég er hungraður í að vinna allt. Ég kom til Manchester til þess að vinna titla. Deildina, Meistaradeildina, allt. Við vitum hvaða gæði búa í Manchester. Við erum með ungt lið, unga leikmenn en við erum með mikil gæði,“ sagði Portúgalinn. Bruno Fernandes has urged United to sign winners in the transfer window to join the 'big' squad at Ole Gunnar Solskjaer's disposal. #MUFC @AlexCTurk https://t.co/NjtOsclAsh— StretfordPaddock (@StretfordPaddck) April 16, 2020 „Það skiptir ekki máli að við erum ungir og aðrir hafa meiri reynslu en við því við erum einnig með eldri leikmenn sem geta hjálpað þeim yngri. Ég veit ekki hvað gerist fyrir næstu leiktíð en Manchester er stórt félag og reglulega kaupa þeir leikmenn. Þeir eru stórt félag og hingað vilja allir koma.“ „Við erum stórt lið en allir sem koma hingað þurfa að koma hingað til þess að vinna. Bara með hugann við það að vinna. Ég vil fólk sem er hungrað í að vinna titla og vinna allt. Ég get skynjað það í hópnum að allir vilja vinna,“ sagði Portúgalinn. Man. United var á miklu skriði þegar enski boltinn var settur á ís en þeir unnu átta af ellefu leikjunum eftir að Bruno kom til félagsins og voru þeir komnir upp í 5. sæti deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Bruno Fernandes hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Manchester United frá því að hann gekk í raðir félagsins í janúar. Hann setur þá kröfu á leikmenn sem koma til félagsins í sumar að þeir séu alvöru sigurvegarar, eins og hann. Fernandes sló í gegn með United á upphafsmánuðunum eftir að hafa komið frá Sporting í janúar og var meðal annars valinn leikmaður mánaðarins í febrúar áður en fótboltinn var stöðvaður vegna kórónuveirunar. Fernandez er mikill sigurvegari og fór ekkert leynt með það í viðtali sem birtist við hann á heimasíðu United í gær þar sem stuðningsmenn fengu að spyrja hann spjörunum úr. „Ég vil vinna allt. Ég er hungraður í að vinna allt. Ég kom til Manchester til þess að vinna titla. Deildina, Meistaradeildina, allt. Við vitum hvaða gæði búa í Manchester. Við erum með ungt lið, unga leikmenn en við erum með mikil gæði,“ sagði Portúgalinn. Bruno Fernandes has urged United to sign winners in the transfer window to join the 'big' squad at Ole Gunnar Solskjaer's disposal. #MUFC @AlexCTurk https://t.co/NjtOsclAsh— StretfordPaddock (@StretfordPaddck) April 16, 2020 „Það skiptir ekki máli að við erum ungir og aðrir hafa meiri reynslu en við því við erum einnig með eldri leikmenn sem geta hjálpað þeim yngri. Ég veit ekki hvað gerist fyrir næstu leiktíð en Manchester er stórt félag og reglulega kaupa þeir leikmenn. Þeir eru stórt félag og hingað vilja allir koma.“ „Við erum stórt lið en allir sem koma hingað þurfa að koma hingað til þess að vinna. Bara með hugann við það að vinna. Ég vil fólk sem er hungrað í að vinna titla og vinna allt. Ég get skynjað það í hópnum að allir vilja vinna,“ sagði Portúgalinn. Man. United var á miklu skriði þegar enski boltinn var settur á ís en þeir unnu átta af ellefu leikjunum eftir að Bruno kom til félagsins og voru þeir komnir upp í 5. sæti deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira