Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. mars 2020 20:03 Frá sóttkví Íslendinganna í Víetnam. Þóra Valný Yngvadóttir Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. Hún lýsir skítugum og fátæklegum vistarverum, fábrotnum mat og kæfandi hita. Þetta kom fram í máli Þóru í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í dag. Greint var frá því í gær að fjórir Íslendingar sættu nú sóttkví í Víetnam. Erlendir fjölmiðlar greindu jafnframt nokkrir frá því að Íslendingur hefði smitast af kórónuveirunni í Víetnam en það reyndist ekki rétt. Gaddavírsgirðingar auka á innilokunarkenndina Þóra Valný lýsir því í Síðdegisútvarpinu að hún hafi haldið í „draumafríið“ til Víetnam ásamt unnusta sínum og vinapari fyrir tíu dögum. Hún segir að ferðin hafi verið hálfgerð „forbrúðkaupsferð“ fyrir sig og unnustann en þau hyggjast gifta sig í sumar. Pörin tvö héldu út á vegum víetnamskrar ferðaskrifstofu og undu sér afar vel en í gær snerist ferðin upp í martröð, að sögn Þóru. „Þetta er ekki það sem að var stefnt. Svo sannarlega ekki. Við erum hérna á herstöð í hersjúkrahúsi „slash“ herfangelsi, allavega eru rimlar fyrir öllum gluggum. Svæðið er allt múrað inn með múrveggjum, gaddavírsgirðingum sem eykur aðeins á innilokunarkenndina.“ Þóra segir síðustu daga hafa verið frábært ævintýri. Til hafi staðið að dvelja á eyju í nokkra daga og þangað var stefnan tekin þegar þau voru skikkuð í sóttkví. Þau hafi raunar verið fyrst á staðinn en nú dvelji þar hátt í þrjátíu manns. „Og það var þremur og hálfum tíma áður en við áttum að fara í loftið að hringt var í fararstjórann sem var með okkur í skoðunarferð. Hann sagði fyrst að þetta væri bara heilsutékk sem við þyrftum að fara í, og við vorum enn vongóð um að ná þessu flugi. […] Svo fórum við nú að grínast með það þegar við komum á herstöðina og sáum vegginn og gaddavírsgirðinguna að héðan kæmumst við nú aldrei,“ segir Þóra. Viðbúnaður vegna kórónuveirunnar í Hanoi, höfuðborg VíetnamVísir/getty Vatnslaus klósett og sápuskortur Þóra segir að síðar hafi þó komið í ljós að kórónuveirusmit hafi komið upp um borð í skipi á Hanoi-flóa, sem þau fjórmenningarnir hafi siglt á nokkrum dögum fyrr. Hún ber sóttkvínni ekki vel söguna og segir ljóst að þeir sem standi að henni hafi ekki verið tilbúnir til að taka á móti fólki. „Baðherbergin eru mjög óásjáleg og varla hrein. Hér er meira og minna búið að vera vatnslaust, klósettin meira og minna virka ekki. Það hefur ekki verið handsápa fyrr en einn af gestunum hérna gaf mér handsápu í dag, sem er nú talin forsenda þess að fólk hafi í sóttkví,“ segir Þóra. „Svo er sóttkvíin alveg úti í hött. Þeir gengu um í dag og voru að mæla hitann en réttu öllum sama pennann til að skrifa. Svo er hitinn algjörlega óbærilegur fyrir svona litla Íslendinga, það er 36 og 38 stiga hiti og við erum algjörlega að soðna. Svo erum við moskítóétin algjörlega í spað á hverju kvöldi og allan guðslangan daginn.“ Fagnaðarlæti þegar klósettpappírinn kom Þá lýsir Þóra fábrotnum mat sem borinn er á borð fyrir þau. Um sé að ræða svokallað „anti-keto“-mataræði. „Við fáum bara kolvetni og sykur. Sjötíu prósent af matnum eru hvít hrísgrjón og sojasósa. Þannig að við hugsum það að við munum pottþétt veikjast á einhvern hátt hérna inni, hvernig sem það verður.“ Þóra og samferðafólk hennar hafa verið í sambandi við utanríkisráðuneytið og ræðismann Íslands í borginni Ho Chi Minh (áður Saigon). Þóra segir þann síðarnefnda hafa sent þeim handklæði og ferðaskrifstofan sendi þeim einnig klósettpappír, við mikil fagnaðarlæti. „Við getum nánast farið að selja hann á svörtum markaði,“ segir Þóra. Þá reyni þau að takast á við ástandið með skopskynið að vopni en vona þó innilega að þeim verði að endingu komið á hótel. Þau sjái ekki fyrir sér að þrauka í fangelsinu í fjórtán daga. „Inn á milli hrynjum við algjörlega og trúum ekki þessum aðstæðum sem við erum komin í. Það er eitt að fara í sóttkví en það er annað að vera hreinlega settur í fangelsi. Við erum algjörlega frelsissvipt, þannig.“ Viðtalið við Þóru má hlusta á í heild í Síðdegisútvarpi Rásar 2. Wuhan-veiran Víetnam Tengdar fréttir Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28 Sex tilfelli kórónuveirunnar bætast við Heildarfjöldi smitaðra á Íslandi er nú orðinn 76. 10. mars 2020 18:12 Óánægja með takmarkanir á kvennadeildum: „Það er ekkert plan B“ Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í sónar og aðeins maki fær að vera viðstaddur fæðingu. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga en yfirlæknir fæðingaþjónustu segir takmarkanirnar nauðsynlegar. 10. mars 2020 16:55 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. Hún lýsir skítugum og fátæklegum vistarverum, fábrotnum mat og kæfandi hita. Þetta kom fram í máli Þóru í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í dag. Greint var frá því í gær að fjórir Íslendingar sættu nú sóttkví í Víetnam. Erlendir fjölmiðlar greindu jafnframt nokkrir frá því að Íslendingur hefði smitast af kórónuveirunni í Víetnam en það reyndist ekki rétt. Gaddavírsgirðingar auka á innilokunarkenndina Þóra Valný lýsir því í Síðdegisútvarpinu að hún hafi haldið í „draumafríið“ til Víetnam ásamt unnusta sínum og vinapari fyrir tíu dögum. Hún segir að ferðin hafi verið hálfgerð „forbrúðkaupsferð“ fyrir sig og unnustann en þau hyggjast gifta sig í sumar. Pörin tvö héldu út á vegum víetnamskrar ferðaskrifstofu og undu sér afar vel en í gær snerist ferðin upp í martröð, að sögn Þóru. „Þetta er ekki það sem að var stefnt. Svo sannarlega ekki. Við erum hérna á herstöð í hersjúkrahúsi „slash“ herfangelsi, allavega eru rimlar fyrir öllum gluggum. Svæðið er allt múrað inn með múrveggjum, gaddavírsgirðingum sem eykur aðeins á innilokunarkenndina.“ Þóra segir síðustu daga hafa verið frábært ævintýri. Til hafi staðið að dvelja á eyju í nokkra daga og þangað var stefnan tekin þegar þau voru skikkuð í sóttkví. Þau hafi raunar verið fyrst á staðinn en nú dvelji þar hátt í þrjátíu manns. „Og það var þremur og hálfum tíma áður en við áttum að fara í loftið að hringt var í fararstjórann sem var með okkur í skoðunarferð. Hann sagði fyrst að þetta væri bara heilsutékk sem við þyrftum að fara í, og við vorum enn vongóð um að ná þessu flugi. […] Svo fórum við nú að grínast með það þegar við komum á herstöðina og sáum vegginn og gaddavírsgirðinguna að héðan kæmumst við nú aldrei,“ segir Þóra. Viðbúnaður vegna kórónuveirunnar í Hanoi, höfuðborg VíetnamVísir/getty Vatnslaus klósett og sápuskortur Þóra segir að síðar hafi þó komið í ljós að kórónuveirusmit hafi komið upp um borð í skipi á Hanoi-flóa, sem þau fjórmenningarnir hafi siglt á nokkrum dögum fyrr. Hún ber sóttkvínni ekki vel söguna og segir ljóst að þeir sem standi að henni hafi ekki verið tilbúnir til að taka á móti fólki. „Baðherbergin eru mjög óásjáleg og varla hrein. Hér er meira og minna búið að vera vatnslaust, klósettin meira og minna virka ekki. Það hefur ekki verið handsápa fyrr en einn af gestunum hérna gaf mér handsápu í dag, sem er nú talin forsenda þess að fólk hafi í sóttkví,“ segir Þóra. „Svo er sóttkvíin alveg úti í hött. Þeir gengu um í dag og voru að mæla hitann en réttu öllum sama pennann til að skrifa. Svo er hitinn algjörlega óbærilegur fyrir svona litla Íslendinga, það er 36 og 38 stiga hiti og við erum algjörlega að soðna. Svo erum við moskítóétin algjörlega í spað á hverju kvöldi og allan guðslangan daginn.“ Fagnaðarlæti þegar klósettpappírinn kom Þá lýsir Þóra fábrotnum mat sem borinn er á borð fyrir þau. Um sé að ræða svokallað „anti-keto“-mataræði. „Við fáum bara kolvetni og sykur. Sjötíu prósent af matnum eru hvít hrísgrjón og sojasósa. Þannig að við hugsum það að við munum pottþétt veikjast á einhvern hátt hérna inni, hvernig sem það verður.“ Þóra og samferðafólk hennar hafa verið í sambandi við utanríkisráðuneytið og ræðismann Íslands í borginni Ho Chi Minh (áður Saigon). Þóra segir þann síðarnefnda hafa sent þeim handklæði og ferðaskrifstofan sendi þeim einnig klósettpappír, við mikil fagnaðarlæti. „Við getum nánast farið að selja hann á svörtum markaði,“ segir Þóra. Þá reyni þau að takast á við ástandið með skopskynið að vopni en vona þó innilega að þeim verði að endingu komið á hótel. Þau sjái ekki fyrir sér að þrauka í fangelsinu í fjórtán daga. „Inn á milli hrynjum við algjörlega og trúum ekki þessum aðstæðum sem við erum komin í. Það er eitt að fara í sóttkví en það er annað að vera hreinlega settur í fangelsi. Við erum algjörlega frelsissvipt, þannig.“ Viðtalið við Þóru má hlusta á í heild í Síðdegisútvarpi Rásar 2.
Wuhan-veiran Víetnam Tengdar fréttir Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28 Sex tilfelli kórónuveirunnar bætast við Heildarfjöldi smitaðra á Íslandi er nú orðinn 76. 10. mars 2020 18:12 Óánægja með takmarkanir á kvennadeildum: „Það er ekkert plan B“ Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í sónar og aðeins maki fær að vera viðstaddur fæðingu. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga en yfirlæknir fæðingaþjónustu segir takmarkanirnar nauðsynlegar. 10. mars 2020 16:55 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28
Sex tilfelli kórónuveirunnar bætast við Heildarfjöldi smitaðra á Íslandi er nú orðinn 76. 10. mars 2020 18:12
Óánægja með takmarkanir á kvennadeildum: „Það er ekkert plan B“ Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í sónar og aðeins maki fær að vera viðstaddur fæðingu. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga en yfirlæknir fæðingaþjónustu segir takmarkanirnar nauðsynlegar. 10. mars 2020 16:55