Hólmar í Búlgaríu: Forseti félagsins flúði land en stuðningsmennirnir halda félaginu á lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2020 10:00 Hólmar Örn Eyjólfsson er 29 ára gamall og kom til Levski Sofia árið 2017, fyrst á láni en svo var hann keyptur. Hann hefur skorað 6 mörk í 51 deildarleik með liðinu. Getty/Stuart Franklin Á þessum miklum óvissu tímum er Íslenski landsliðsmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson líklega að upplifa meiri óvissu en flestir íslenskir leikmenn á erlendri grundu. Hólmar Örn Eyjólfsson spilar með Levski Sofia í Búlgaríu en fjárhagsstaða félagsins er mjög slæm. Eigandinn og forseti félagsins, Vasil Bozhkov, er flúinn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Bozhkov er almennt talinn vera ríkasti maður Búlgaríu en um leið hefur hann í langan tíma verið orðaður við ólöglega starfsemi í undirheimum. Búlgarska ríkið hefur höfðað mál gegn hinum 63 ára gamla Vasil Bozhkov fyrir yfirgripsmikla glæpastarfsemi og Búlgarar vilja nú fá hann framseldan til landsins svo réttarhöld yfir honum geti farið fram. „Stuðningsmennirnir hafa staðið fyrir alls konar söfnunum, keypt miða á „sýndarleiki“ sem fóru ekki fram vegna kórónuveirunnar, og maður er búinn að heyra ítrekað á undanförnum mánuðum að í næstu viku verði félagið gjaldþrota. En stuðningsmennirnir ná alltaf að safna saman nægilega miklum peningum til að halda þessu gangandi, sem er hreint með ólíkindum," segir Hólmar í viðtali við Víði Sigurðsson í Morgunblaðinu í dag. Stuðningsmenn liðsins hafa verið ótrúlegir undanfarna mánuði og eru búnir að bjarga félaginu algjörlega, sagði Hólmar Örn Eyjólfsson landsliðsmaður í knattspyrnu við Morgunblaðið í gær en félag hans, Levski Sofia, rambar á barmi gjaldþrots. https://t.co/OwcE1f5ZTX pic.twitter.com/D65jYG8x2H— mbl.is SPORT (@mblsport) May 20, 2020 Stuðningsmenn Levski Sofia er alvöru stuðningsmenn en þeir hafa frá 12. febrúar síðastliðnum náð að redda félaginu meira en einni milljón evra sem jafngildir meira en 156 milljónum íslenskra króna. Búlgarska deildin á að byrja aftur 5. júní eftir kórónaveirufaraldurinn en Levski Sofia er í öðru sæti deildarinnar, níu stigum frá toppnum. Hólmar, sem er að klára sitt þriðja tímabil hjá liðinu, er samningsbundinn í eitt tímabil í viðbót en veit ekki hvað gerist í framhaldinu. „Það verður bara að koma í ljós þegar nýir eigendur taka við hvernig þeir vilja standa að framhaldinu hjá félaginu. Það gætu vel orðið miklar breytingar á rekstrinum þannig að óvissan er mikil sem stendur. En í félaginu er mikið af góðu fólki sem gerir allt til þess að Levski komi sem best út úr þessu," segir Hólmar í viðtalinu í Morgunblaðinu. Fótbolti Búlgaría Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira
Á þessum miklum óvissu tímum er Íslenski landsliðsmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson líklega að upplifa meiri óvissu en flestir íslenskir leikmenn á erlendri grundu. Hólmar Örn Eyjólfsson spilar með Levski Sofia í Búlgaríu en fjárhagsstaða félagsins er mjög slæm. Eigandinn og forseti félagsins, Vasil Bozhkov, er flúinn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Bozhkov er almennt talinn vera ríkasti maður Búlgaríu en um leið hefur hann í langan tíma verið orðaður við ólöglega starfsemi í undirheimum. Búlgarska ríkið hefur höfðað mál gegn hinum 63 ára gamla Vasil Bozhkov fyrir yfirgripsmikla glæpastarfsemi og Búlgarar vilja nú fá hann framseldan til landsins svo réttarhöld yfir honum geti farið fram. „Stuðningsmennirnir hafa staðið fyrir alls konar söfnunum, keypt miða á „sýndarleiki“ sem fóru ekki fram vegna kórónuveirunnar, og maður er búinn að heyra ítrekað á undanförnum mánuðum að í næstu viku verði félagið gjaldþrota. En stuðningsmennirnir ná alltaf að safna saman nægilega miklum peningum til að halda þessu gangandi, sem er hreint með ólíkindum," segir Hólmar í viðtali við Víði Sigurðsson í Morgunblaðinu í dag. Stuðningsmenn liðsins hafa verið ótrúlegir undanfarna mánuði og eru búnir að bjarga félaginu algjörlega, sagði Hólmar Örn Eyjólfsson landsliðsmaður í knattspyrnu við Morgunblaðið í gær en félag hans, Levski Sofia, rambar á barmi gjaldþrots. https://t.co/OwcE1f5ZTX pic.twitter.com/D65jYG8x2H— mbl.is SPORT (@mblsport) May 20, 2020 Stuðningsmenn Levski Sofia er alvöru stuðningsmenn en þeir hafa frá 12. febrúar síðastliðnum náð að redda félaginu meira en einni milljón evra sem jafngildir meira en 156 milljónum íslenskra króna. Búlgarska deildin á að byrja aftur 5. júní eftir kórónaveirufaraldurinn en Levski Sofia er í öðru sæti deildarinnar, níu stigum frá toppnum. Hólmar, sem er að klára sitt þriðja tímabil hjá liðinu, er samningsbundinn í eitt tímabil í viðbót en veit ekki hvað gerist í framhaldinu. „Það verður bara að koma í ljós þegar nýir eigendur taka við hvernig þeir vilja standa að framhaldinu hjá félaginu. Það gætu vel orðið miklar breytingar á rekstrinum þannig að óvissan er mikil sem stendur. En í félaginu er mikið af góðu fólki sem gerir allt til þess að Levski komi sem best út úr þessu," segir Hólmar í viðtalinu í Morgunblaðinu.
Fótbolti Búlgaría Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira