Telja Bretland ekki geta náð kolefnishlutleysi fyrir 2050 Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2020 16:01 Samtök eins og Útrýmingarbyltingin hafa krafist þess að kolefnishlutleysi Bretlands verði náð mun fyrr en árið 2050. Skýrsluhöfundar telja það óraunhæft. Vísir/EPA Bretland getur ekki náð kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 nema að almenningur dragi verulega úr flugferðum og neyslu á rauðu kjöti samkvæmt niðurstöðum rannsóknarhóps á vegum stjórnvalda. Fjárfesta verði í kolefnisbindingu, vetni og kjarnorku til að ná markmiðinu. Ýmis náttúruverndarsamtök eins og Útrýmingarbyltingin [e. Extinction Rebellion] hafa krafist þess að bresk stjórnvöld flýti áformum sínum um kolefnishlutleysi þannig að markmiðið náist á næstu fimm til tuttugu árunum. Skýrsla Energy Systems Catapult, rannsóknarhóps sem fær opinber fjárframlög, bendir til þess að það sé óraunhæft markmið. „Að ná kolefnishlutleysi umtalsvert fyrr en 2050 gengur lengra en jafnvel fræðilegustu aðgerðir í líkönum okkar með hraða í breytingu á orku, upphitun og vegasamgöngum sem eru á mörkum þess raunhæfa,“ segja skýrsluhöfundar. Loftslagsráð á vegum ríkisstjórnarinnar styðst við líkön hópsins. Höfundarnir útiloka þó ekki að hægt sé að ná kolefnishlutleysi fyir árið 2050. Til þess þurfi stjórnvöld þó að bregðast mun hraðar við en þau hafa gert til þessa. Verði það gert fljótt sé hægt að takmarka kostnaðinn við umskiptin sem þarf til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda við 1-2% af landsframleiðslu. Almenningur ekki tilbúinn í lífsstílsbreytingar Hópurinn leggur til að stjórnvöld fjárfesti í nýrri tækni til að fanga kolefni úr lofti og binda það, og í vetni sem orkugjafa. Önnur tillaga er að bæta við nýjum kjarnaofnum til að hita upp hús í borgum landsins. Til viðbótar áætlar hópurinn að draga þurfi úr framleiðslu á kjöti og mjólkurvörum um helming og fólk þurfi að neyta helmingi minna af þessum vörum. Loftslagsráð ríkisstjórnarinnar hefur gert ráð fyrir 20% samdrætti til þessa. Ólíklegt er þó talið að almenningur sé tilbúinn til að breyta lífsstíl sínum svo um muni. „Hvaða leið sem Bretland tekur eru nýsköpun, fjárfesting og hvatar fyrir lágkolefnistækni, landnotkun og lífsstíl nauðsynlegir til þess að ná kolefnishlutleysi,“ segir Scott Milne, höfundur skýrslunnar, við breska ríkisútvarpið BBC. Líklegt er talið að aðrir sérfræðingar afskrifi niðurstöður skýrsluhöfunda um hvernig kolefnishlutleysi verði náð sem óraunhæfar. Forsendur skýrslunnar gera ráð fyrir að markmiðinu verði náð að hluta til með nýrri tækni sem er enn á frumstigi og alls óvíst er hvort að nái fótfestu nógu hratt til að gera slíkan árangur fýsilegan. Loftslagsmál Bretland Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Bretland getur ekki náð kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 nema að almenningur dragi verulega úr flugferðum og neyslu á rauðu kjöti samkvæmt niðurstöðum rannsóknarhóps á vegum stjórnvalda. Fjárfesta verði í kolefnisbindingu, vetni og kjarnorku til að ná markmiðinu. Ýmis náttúruverndarsamtök eins og Útrýmingarbyltingin [e. Extinction Rebellion] hafa krafist þess að bresk stjórnvöld flýti áformum sínum um kolefnishlutleysi þannig að markmiðið náist á næstu fimm til tuttugu árunum. Skýrsla Energy Systems Catapult, rannsóknarhóps sem fær opinber fjárframlög, bendir til þess að það sé óraunhæft markmið. „Að ná kolefnishlutleysi umtalsvert fyrr en 2050 gengur lengra en jafnvel fræðilegustu aðgerðir í líkönum okkar með hraða í breytingu á orku, upphitun og vegasamgöngum sem eru á mörkum þess raunhæfa,“ segja skýrsluhöfundar. Loftslagsráð á vegum ríkisstjórnarinnar styðst við líkön hópsins. Höfundarnir útiloka þó ekki að hægt sé að ná kolefnishlutleysi fyir árið 2050. Til þess þurfi stjórnvöld þó að bregðast mun hraðar við en þau hafa gert til þessa. Verði það gert fljótt sé hægt að takmarka kostnaðinn við umskiptin sem þarf til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda við 1-2% af landsframleiðslu. Almenningur ekki tilbúinn í lífsstílsbreytingar Hópurinn leggur til að stjórnvöld fjárfesti í nýrri tækni til að fanga kolefni úr lofti og binda það, og í vetni sem orkugjafa. Önnur tillaga er að bæta við nýjum kjarnaofnum til að hita upp hús í borgum landsins. Til viðbótar áætlar hópurinn að draga þurfi úr framleiðslu á kjöti og mjólkurvörum um helming og fólk þurfi að neyta helmingi minna af þessum vörum. Loftslagsráð ríkisstjórnarinnar hefur gert ráð fyrir 20% samdrætti til þessa. Ólíklegt er þó talið að almenningur sé tilbúinn til að breyta lífsstíl sínum svo um muni. „Hvaða leið sem Bretland tekur eru nýsköpun, fjárfesting og hvatar fyrir lágkolefnistækni, landnotkun og lífsstíl nauðsynlegir til þess að ná kolefnishlutleysi,“ segir Scott Milne, höfundur skýrslunnar, við breska ríkisútvarpið BBC. Líklegt er talið að aðrir sérfræðingar afskrifi niðurstöður skýrsluhöfunda um hvernig kolefnishlutleysi verði náð sem óraunhæfar. Forsendur skýrslunnar gera ráð fyrir að markmiðinu verði náð að hluta til með nýrri tækni sem er enn á frumstigi og alls óvíst er hvort að nái fótfestu nógu hratt til að gera slíkan árangur fýsilegan.
Loftslagsmál Bretland Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira