Ragnar Sigurðsson skrifaði um helgina undir samning við FC Kaupmannahöfn og spilar þar að minnsta kosti fram á sumar.
Ragnar kemur til félagsins frá Rostov en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann leikur með FCK. Hann hafði leikið með liðinu frá 2011 til 2014.
Fyrsta æfing Ragnars var á mánudaginn er leikmenn FCK snéru til baka eftir langþráð jólafrí en þeir höfðu spilað ansi marga leiki fyrir áramót.
Ragnar Sigurdsson havde mandag comeback på træningsbanerne på 10'eren.
— F.C. København (@FCKobenhavn) January 14, 2020
Vi fulgte i hælene på islændingen, da han hilste på nye og gamle holdkammerater #fcklive
https://t.co/JoEeWwqGc8
Þar hitti Ragnar gömul og ný andlit en Ragnar segir að þrír eða fjórir leikmenn séu enn í herbúðum liðsins síðan hann var þar síðast.
Norðmaðurinn Ståle Solbakken var stjóri Ragnars er hann var hjá félaginu síðast og er þar enn.
Sjónvarpsstöð FCK fylgdi Ragnari eftir á fyrsta deginum og útkomuna má sjá hér að neðan.