Tottenham staðfesti í morgun að miðjumaðurinn Gedson Fernandes hefur verið lánaður til félagins næstu átján mánuðina.
Gedson er lánaður til félagsins frá Benfica. Lánssamningurinn er átján mánuðir en Tottenham á svo forkaupsrétt á leikmanninum.
Leikmaðurinn er sá fyrsti sem Jose Mourinho nær í eftir komuna til Tottenham.
We are delighted to announce that we have reached agreement for the 18-month loan of Gedson Fernandes from Benfica with an option to make the transfer permanent.
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) January 15, 2020
#BemVindoGedson #COYS
Gedson hefur leikið 53 leiki fyrir Benfica þrátt fyrir að vera einungis 21 árs gamall.
Hann lék 22 leiki á síðustu leiki er Benfica varð portúgalskur meistari í 37. sinn en hann hefur leikið fjöldan allan af leikjum fyrir yngri landslið Portúgala.
Hann mun leika í treyju númer 30 út leiktíðina.
#BemVindoGedson pic.twitter.com/ZibMjeBCJG
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) January 15, 2020