Innlent

Fjögur ný tilfelli

Samúel Karl Ólason skrifar
Alls eru smitin orðin 69 hér á landi.
Alls eru smitin orðin 69 hér á landi. Vísir/Vilhelm

Fjögur ný tilfelli af Covid-19 sjúkdómnum, sem nýja kórónuveiran veldur, hafa greinst á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. Almannavarnir segja smitrakningu standa yfir. Heildarsmit hér á landi eru orðin 69.

Um fimmhundruð manns eru nú í sóttkví hér á landi.

Einn íbúi á sambýli fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu smitaðist af kórónuveirunni fyrir tíu dögum þegar ættingi hans sem var nýkominn úr skíðaferð í Evrópu heimsótti hann.

Sjá einnig: Kórónuveirusmit á sambýli fyrir fatlaða

Frekari upplýsingar munu líta dagsins ljós seinna í dag á upplýsingafundi yfirvalda.

Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna.

Hvernig smitast kórónu­veiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti.

Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit?

Hver er munurinn á kórónuveirunni og hefðbundinni flensu? Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, lýsti því á blðamannafundi á dögunum.

Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×