Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2020 19:20 Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu í kröfu fyrir bættum kjörum öryrkja. Örorkulífeyrir sé talsvert undir atvinnuleysisbótum og öryrkjar ekki fengið kaupmáttaraukningu í tvö ár. Forseti Alþýðusambandsins og formenn BSRB, Kennarasambandsins og Bandalags háskólamanna skrifuðu í dag undir sameiginlega áskorun með formanni Öryrkjabandalagsins til stjórnvalda um að bæta kjör og stöðu öryrkja. Með þessu vill forystufólk samtaka launafólks undirstrika að það væri hagur allra að bæta kjör öryrkja og svo enginn verði dæmdur til fátæktar þótt starfsgeta láti undan. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir öryrkja ekki hafa fengið neina kaupmáttaraukningu á árunum 2018 og 2019. Laun þeirra séu lægri en atvinnuleysisbætur.Vísir/Vilhelm Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir mikinn ávinning felast í stuðningi þessara samtaka launafólks. „Þetta er auðvitað okkar draumur; að það verði þannig að samið verði um okkar kaup og kjör um leið og það er verið að semja við aðila á vinnumarkaði. Ég held að það sé gríðarlega nauðsynlegt að það verði,“ segir Þuríður Harpa. Þess er krafist af breiðfylkingu þessarra samtaka að lágmarksframfærsla öryrkja verði hækkuð, skerðingar endurskoðaðar þannig að þær standi ekki í vegi fyrir þátttöku á vinnumarkaði og að störf með viðeigandi aðlögun og sveigjanlegum vinnutíma verði tryggð fyrir fólk með skerta starfsgetu. Formenn BSRB, BHM, Öryrkjabandalagsins, forseti ASÍ og formaður Kannarasambands Íslands fagna samkomulaginu í dag.Vísir/Vilhelm „Það auðvitað eykur slagkraft í þeim viðræðum sem við erum í alla daga. En sérstaklega núna þar sem við höfum verið í miklu ákalli á stjórnvöld um að þau skilji okkur ekki eftir. Öryrkjar og fatlað fólk verði ekki skilið eftir núna í þessari kreppu sem er að dynja á okkur,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Kjör öryrkja séu venjulega endurskoðuð um hver áramót en þeir hafi ekki fengið neina kaupmáttaraukningu árið 2018 og í fyrra. „Við höfum verið skilin eftir frá eiginlega síðan árið 2007. Á þeim tíma voru lágmarkslaun og örorkulífeyrir á pari. Það hefur gliðnað mjög mikið á milli og í dag skilja á milli um 80 þúsund krónur. Á milli lágmarkslauna og örorkulífeyris og við erum talsvert mikið undir atvinnuleysisbótum,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Tengdar fréttir ÖBÍ segir ólíðandi að ríkið dragi að senda SÞ skýslu Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. 9. maí 2020 15:12 Mikill meirihluta meðlima ÖBÍ einmana þessa dagana Íslendingar í félagsforðun eru að upplifa það hvernig mörgum öryrkjum líður dagsdaglega. Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. 23. apríl 2020 18:36 Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu í kröfu fyrir bættum kjörum öryrkja. Örorkulífeyrir sé talsvert undir atvinnuleysisbótum og öryrkjar ekki fengið kaupmáttaraukningu í tvö ár. Forseti Alþýðusambandsins og formenn BSRB, Kennarasambandsins og Bandalags háskólamanna skrifuðu í dag undir sameiginlega áskorun með formanni Öryrkjabandalagsins til stjórnvalda um að bæta kjör og stöðu öryrkja. Með þessu vill forystufólk samtaka launafólks undirstrika að það væri hagur allra að bæta kjör öryrkja og svo enginn verði dæmdur til fátæktar þótt starfsgeta láti undan. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir öryrkja ekki hafa fengið neina kaupmáttaraukningu á árunum 2018 og 2019. Laun þeirra séu lægri en atvinnuleysisbætur.Vísir/Vilhelm Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir mikinn ávinning felast í stuðningi þessara samtaka launafólks. „Þetta er auðvitað okkar draumur; að það verði þannig að samið verði um okkar kaup og kjör um leið og það er verið að semja við aðila á vinnumarkaði. Ég held að það sé gríðarlega nauðsynlegt að það verði,“ segir Þuríður Harpa. Þess er krafist af breiðfylkingu þessarra samtaka að lágmarksframfærsla öryrkja verði hækkuð, skerðingar endurskoðaðar þannig að þær standi ekki í vegi fyrir þátttöku á vinnumarkaði og að störf með viðeigandi aðlögun og sveigjanlegum vinnutíma verði tryggð fyrir fólk með skerta starfsgetu. Formenn BSRB, BHM, Öryrkjabandalagsins, forseti ASÍ og formaður Kannarasambands Íslands fagna samkomulaginu í dag.Vísir/Vilhelm „Það auðvitað eykur slagkraft í þeim viðræðum sem við erum í alla daga. En sérstaklega núna þar sem við höfum verið í miklu ákalli á stjórnvöld um að þau skilji okkur ekki eftir. Öryrkjar og fatlað fólk verði ekki skilið eftir núna í þessari kreppu sem er að dynja á okkur,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Kjör öryrkja séu venjulega endurskoðuð um hver áramót en þeir hafi ekki fengið neina kaupmáttaraukningu árið 2018 og í fyrra. „Við höfum verið skilin eftir frá eiginlega síðan árið 2007. Á þeim tíma voru lágmarkslaun og örorkulífeyrir á pari. Það hefur gliðnað mjög mikið á milli og í dag skilja á milli um 80 þúsund krónur. Á milli lágmarkslauna og örorkulífeyris og við erum talsvert mikið undir atvinnuleysisbótum,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Tengdar fréttir ÖBÍ segir ólíðandi að ríkið dragi að senda SÞ skýslu Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. 9. maí 2020 15:12 Mikill meirihluta meðlima ÖBÍ einmana þessa dagana Íslendingar í félagsforðun eru að upplifa það hvernig mörgum öryrkjum líður dagsdaglega. Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. 23. apríl 2020 18:36 Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
ÖBÍ segir ólíðandi að ríkið dragi að senda SÞ skýslu Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. 9. maí 2020 15:12
Mikill meirihluta meðlima ÖBÍ einmana þessa dagana Íslendingar í félagsforðun eru að upplifa það hvernig mörgum öryrkjum líður dagsdaglega. Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. 23. apríl 2020 18:36
Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06