Rétt hjá Bruno Fernandes að „sussa“ á Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2020 09:30 Pep Guardiola var pirraður út í Bruno Fernandes en kannski aðallega yfir bitleysi sinna leikmanna. Getty/Matt McNulty Samskipti Bruno Fernandes og Pep Guardiola undir loks leiks Manchester liðanna vöktu heilmikla athygli og bæði sjálfur knattspyrnustjórinn og fyrrum hetja Manchester United liðsins eru ánægðir með Portúgalann. Bruno Fernandes og Pep Guardiola voru eitthvað að karpa á hliðarlínunni undir lok leiksins sem endaði með því að Bruno Fernandes „sussaði“ á Guardiola með því að setja fingurinn upp að munninum. Hafi Bruno Fernandes ekki verið elskaður og dáður af stuðningsmönnum Manchester United fyrir þetta atvik þá var hann það örugglega eftir það. Manchester United vann 2-0 sigur á Manchester City og vann þar með báða deildarleiki liðanna á þesssari leiktíð.Bruno Fernandes told he was right to silence Pep Guardiola with finger to his lips https://t.co/pUO0rQkJNypic.twitter.com/1F7evVz4Ft — Mirror Football (@MirrorFootball) March 9, 2020Bruno Fernandes fékk hrós frá bæði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjór Manchester United sem og Paul Ince, fyrrum leikmanns liðsns. Solskjær hrósaði Portúgalanum fyrir að sýna mikinn karakter. Jú það má glytta í smá „Cantona“ stæla hjá Bruno Fernandes og það er í fínu lagi á meðan þú getur síðan staðið undið því inn á vellinum. Það hefur Bruno Fernandes svo sannarlega gert í fyrstu leikjum sínum með Manchester United og virðist vera einmitt sá leikmaður sem liðinu vantaði. „Hann er að gera allt rétt þessa dagana og þá tel ég líka með að sussa á Pep Guardiola en það var alltaf að fara að slá í gegn hjá stuðningsmönnunum,“ sagði Paul Ince í viðtali við Paddy Power News. „Það er líka gaman að sjá leikmann koma til félagsins sem er með svolítinn karakter,“ sagði Ince. „Hann hefur verið frábær síðan að hann kom inn í liðið og meira að segja í þessum leik á móti Manchester City, þar sem hann gerði nú ekki mikið, þá voru mikil gæði í því sem hann gerði,“ sagði Ince.Bruno Fernandes shushing Pep Guardiola is what the Manchester derby is all about pic.twitter.com/kvzwivmGBC — Football Daily (@footballdaily) March 8, 2020 Anthony Martial skoraði fyrra mark Manchester United í leiknum eftir frábæra og óvænta sendingu Bruno Fernandes úr aukaspyrnu. „Þessi sending inn á Anthony Martial var stórkostleg. Stuðningsmennirnir eru að missa sig yfir honum og þó að ég reyni að gera það ekki þá sé ég vel af hverju. Öll félög vilja hafa hetju innan sinna raða og hann verður sú hetja fyrir Manchester United,“ sagði Paul Ince. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Samskipti Bruno Fernandes og Pep Guardiola undir loks leiks Manchester liðanna vöktu heilmikla athygli og bæði sjálfur knattspyrnustjórinn og fyrrum hetja Manchester United liðsins eru ánægðir með Portúgalann. Bruno Fernandes og Pep Guardiola voru eitthvað að karpa á hliðarlínunni undir lok leiksins sem endaði með því að Bruno Fernandes „sussaði“ á Guardiola með því að setja fingurinn upp að munninum. Hafi Bruno Fernandes ekki verið elskaður og dáður af stuðningsmönnum Manchester United fyrir þetta atvik þá var hann það örugglega eftir það. Manchester United vann 2-0 sigur á Manchester City og vann þar með báða deildarleiki liðanna á þesssari leiktíð.Bruno Fernandes told he was right to silence Pep Guardiola with finger to his lips https://t.co/pUO0rQkJNypic.twitter.com/1F7evVz4Ft — Mirror Football (@MirrorFootball) March 9, 2020Bruno Fernandes fékk hrós frá bæði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjór Manchester United sem og Paul Ince, fyrrum leikmanns liðsns. Solskjær hrósaði Portúgalanum fyrir að sýna mikinn karakter. Jú það má glytta í smá „Cantona“ stæla hjá Bruno Fernandes og það er í fínu lagi á meðan þú getur síðan staðið undið því inn á vellinum. Það hefur Bruno Fernandes svo sannarlega gert í fyrstu leikjum sínum með Manchester United og virðist vera einmitt sá leikmaður sem liðinu vantaði. „Hann er að gera allt rétt þessa dagana og þá tel ég líka með að sussa á Pep Guardiola en það var alltaf að fara að slá í gegn hjá stuðningsmönnunum,“ sagði Paul Ince í viðtali við Paddy Power News. „Það er líka gaman að sjá leikmann koma til félagsins sem er með svolítinn karakter,“ sagði Ince. „Hann hefur verið frábær síðan að hann kom inn í liðið og meira að segja í þessum leik á móti Manchester City, þar sem hann gerði nú ekki mikið, þá voru mikil gæði í því sem hann gerði,“ sagði Ince.Bruno Fernandes shushing Pep Guardiola is what the Manchester derby is all about pic.twitter.com/kvzwivmGBC — Football Daily (@footballdaily) March 8, 2020 Anthony Martial skoraði fyrra mark Manchester United í leiknum eftir frábæra og óvænta sendingu Bruno Fernandes úr aukaspyrnu. „Þessi sending inn á Anthony Martial var stórkostleg. Stuðningsmennirnir eru að missa sig yfir honum og þó að ég reyni að gera það ekki þá sé ég vel af hverju. Öll félög vilja hafa hetju innan sinna raða og hann verður sú hetja fyrir Manchester United,“ sagði Paul Ince.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira