Fótbolti

Hafnaði Juventus því þeir hefðu sett hann í unglingaliðið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Erling Braut Haaland fagnar öðru marka sinna gegn PSG fyrr á leiktíðinni.
Erling Braut Haaland fagnar öðru marka sinna gegn PSG fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Umboðsmaðurinn skrautlegri, Mino Raiola, segir að umbjóðandi hans Erling Braut Håland hafi hafnað Juventus í janúar því þeir vildu láta hann æfa og spila með unglingaliði félagsins. Þess í stað fór sá norski til Dortmund þar sem hann hefur slegið í gegn.

Framherjinn vakti mikla athygli fyrir vasklega framgöngu með Red Bull Salzburg í Meistaradeildinni þar sem hann raðaði inn mörkum og voru ansi mörg lið orðuð við þann norska í janúarglugganum. Þar á meðal Manchester United, Dortmund og Juventus.

„Af hverju fór Håland ekki til Juventus? Því þeir hefðu sett hann í U23-ára liðið,“ sagði Raiola. Ansi einfalt en Raiola er ekki allra. Hann er einnig umboðsmaður leikmanna á borð við Paul Pogba og Jesse Lingard og hefur háð regluleg stríð við forsvarsmenn Man. United.

Norðmaðurinn hefur farið á kostum í gula búningnum í Þýskalandi en hann hefur skorað þrettán mörk í fyrstu tólf leikjum sínum með félaginu og skoraði meðal annars eitt marka Dortmund í 4-0 sigrinum á Schalke um helgina.

Dortmund er nú stigi á eftir ríkjandi meisturum í Bayern München. Þessi lið mætast síðar í mánuðinum en Håland hefur skorað 41 mark í 34 leikjum á tímabilinu. Hann er fáanlegur fyrir 63 milljónir punda sumarið 2021 en það er klásúla í samningi hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×