Enski boltinn

Mayweather hefur áhuga á að kaupa Newcastle

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Floyd Mayweather vann alla 50 bardaga sína á ferlinum.
Floyd Mayweather vann alla 50 bardaga sína á ferlinum. vísir/getty

Hnefaleikakappinn fyrrverandi, Floyd Mayweather, hefur áhuga á að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United.

„Newcastle er ótrúlegt lið. Frábært lið,“ sagði Mayweather er hann var spurður á fundi í Newcastle hvort hann hefði áhuga á að kaupa fótboltafélag borgarinnar.

„Ef fólk vill að ég kaupi Newcastle, látið mig vita,“ sagði Mayweather við.

Mikið hefur verið rætt og ritað um eignarhald Newcastle á undanförnum árum en stuðningsmenn félagsins eru langþreyttir á Mike Ashley sem hefur átt félagið síðan 2007.

Ashley hefur gefið sterklega í skyn að hann sé tilbúinn að selja Newcastle en nýr kaupandi hefur ekki enn fundist.

Newcastle er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er komið í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar. Þar mætir liðið Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×