Enski boltinn

Vilja hljóðnema á hliðarlínuna og sýna beint úr klefanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ekki væri leiðinlegt að heyra í Jürgen Klopp á hliðarlínunni.
Ekki væri leiðinlegt að heyra í Jürgen Klopp á hliðarlínunni. getty/Laurence Griffiths

Sky Sports og BT Sport vilja að áskrifendur sínir fái meira aðgengi en áður að liðunum í ensku úrvalsdeildinni meðan leikið verður fyrir luktum dyrum.

Sky og BT Sport vilja setja hljóðnema á hliðarlínuna og sýna beint frá búningsklefum og leikmannagöngum. Þá vilja Sky og BT Sport fá viðtöl við knattspyrnustjóra liðanna í hálfleik.

Rætt verður um þessar hugmyndir á fundi hluthafa í dag. Enska úrvalsdeildin vill að hugmyndir Sky og BT Sport verði teknar alvarlega til lágmarka þær bætur sem hún þarf að greiða sjónvarpsrétthöfum jafnvel þótt tímabilið hefjist á ný í sumar.

Ef tímabilið fer ekki aftur af stað eiga Sky og BT Sport heimtingu á 762 milljóna punda endurgreiðslu. Og þótt tímabilið verði klárað þarf enska úrvalsdeildin að greiða sjónvarpsrétthöfum bætur fyrir lakari vöru og fyrir að missa út þrjá mánuði af beinum útsendingum frá leikjum í deildinni.

Talið er að sjónvarpsrétthafar gætu fengið 300 milljónir punda í bætur jafnvel þótt tímabilið hefjist á ný.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.