Gæti bitnað mun verr á fótbolta kvenna Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2020 22:00 Ekki er ljóst hvenær íslenska landsliðið getur lokið undankeppni fyrir næsta Evrópumót, sem líklega verður fært frá 2021 til sumarsins 2022. VÍSIR/VILHELM Afleiðingar kórónuveirufaraldursins gætu orðið mun verri fyrir knattspyrnu kvenna en karla að mati alþjóðasamtaka leikmanna, Fifpro. Jonas Baer-Hoffmann, framkvæmdastjóri Fifpro, og Amanda Vandervort, yfirmaður málefna knattspyrnukvenna hjá samtökunum, segja fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirunnar mikla ógn fyrir knattspyrnu kvenna. Knattspyrnukonur séu að meðaltali með mun styttri samninga við félög, og líkur séu á því að hætt verði við ýmis verkefni sem hafi verið í gangi til að efla kvennaboltann sem verið hefur í mikilli sókn síðustu ár. Leikmönnum og áhorfendum hefur fjölgað mikið, ekki síst eftir vel heppnað heimsmeistaramót í fyrra. Stórmótin nauðsynlegur stökkpallur sem slæmt er að fresta „Þetta hefur allt verið á uppleið en svona jákvæður vöxtur getur verið viðkvæmur. Við sjáum hættu á því að ákveðin verkefni verði slegin út af borðinu eða þeim ekki sinnt eins og áður. Langtímaafleiðingar faraldursins, ef við horfum til jafnréttis og fjölbreytileika íþróttarinnar okkar, gætu orðið mun harkalegri fyrir kvennafótboltann,“ er haft eftir Baer-Hoffmann á vef BBC. Hann sagði knattspyrnukonur ekki eiga eins auðvelt og karla með að taka á sig launaskerðingu þar sem að laun þeirra væru mun lægri. „Það eru nokkrar hættur til staðar. Ein er sú að dregið verði úr þeim fjárfestingum sem við höfum séð undanfarið – við þurfum að halda áfram að fjárfesta í kvennaboltanum til að þróa atvinnumennskuna frekar. Við höfum líka séð að alþjóðlegum mótum hefur verið frestað. Knattspyrna kvenna þarf á þessum stórmótum að halda, eins og HM, EM og Ólympíuleikum, því þarna fá leikmenn frábært svið til að sýna sig og sanna. Þetta er eina alþjóðlega sviðið þar sem þessir leikmenn geta vakið áhuga félaga,“ sagði Baer-Hoffmann. Miklar áhyggjur af því að dregið sé úr fjárfestingum Ólympíuleikunum, þar sem bestu landslið heims leika í fótbolta kvenna án þeirra aldurstakmarka sem eru í karlakeppninni, hefur verið frestað um eitt ár til 2021. Allt virðist benda til þess að EM kvenna verði einnig frestað um eitt ár, til 2022. „Það er núna sem við þurfum að eiga samræður um kvennafótboltann. Ekki eftir nokkrar vikur eða nokkra mánuði, heldur núna,“ sagði Vandervort. „Við höfum miklar áhyggjur af því að verið sé að draga úr eða hætta við fjárfestingar í kvennaboltanum. Við þurfum að koma okkur saman um sameiginlega sýn. Saman getum við náð vexti sem stendur undir sér,“ sagði Vandervort. Fótbolti EM 2021 í Englandi Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Sjá meira
Afleiðingar kórónuveirufaraldursins gætu orðið mun verri fyrir knattspyrnu kvenna en karla að mati alþjóðasamtaka leikmanna, Fifpro. Jonas Baer-Hoffmann, framkvæmdastjóri Fifpro, og Amanda Vandervort, yfirmaður málefna knattspyrnukvenna hjá samtökunum, segja fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirunnar mikla ógn fyrir knattspyrnu kvenna. Knattspyrnukonur séu að meðaltali með mun styttri samninga við félög, og líkur séu á því að hætt verði við ýmis verkefni sem hafi verið í gangi til að efla kvennaboltann sem verið hefur í mikilli sókn síðustu ár. Leikmönnum og áhorfendum hefur fjölgað mikið, ekki síst eftir vel heppnað heimsmeistaramót í fyrra. Stórmótin nauðsynlegur stökkpallur sem slæmt er að fresta „Þetta hefur allt verið á uppleið en svona jákvæður vöxtur getur verið viðkvæmur. Við sjáum hættu á því að ákveðin verkefni verði slegin út af borðinu eða þeim ekki sinnt eins og áður. Langtímaafleiðingar faraldursins, ef við horfum til jafnréttis og fjölbreytileika íþróttarinnar okkar, gætu orðið mun harkalegri fyrir kvennafótboltann,“ er haft eftir Baer-Hoffmann á vef BBC. Hann sagði knattspyrnukonur ekki eiga eins auðvelt og karla með að taka á sig launaskerðingu þar sem að laun þeirra væru mun lægri. „Það eru nokkrar hættur til staðar. Ein er sú að dregið verði úr þeim fjárfestingum sem við höfum séð undanfarið – við þurfum að halda áfram að fjárfesta í kvennaboltanum til að þróa atvinnumennskuna frekar. Við höfum líka séð að alþjóðlegum mótum hefur verið frestað. Knattspyrna kvenna þarf á þessum stórmótum að halda, eins og HM, EM og Ólympíuleikum, því þarna fá leikmenn frábært svið til að sýna sig og sanna. Þetta er eina alþjóðlega sviðið þar sem þessir leikmenn geta vakið áhuga félaga,“ sagði Baer-Hoffmann. Miklar áhyggjur af því að dregið sé úr fjárfestingum Ólympíuleikunum, þar sem bestu landslið heims leika í fótbolta kvenna án þeirra aldurstakmarka sem eru í karlakeppninni, hefur verið frestað um eitt ár til 2021. Allt virðist benda til þess að EM kvenna verði einnig frestað um eitt ár, til 2022. „Það er núna sem við þurfum að eiga samræður um kvennafótboltann. Ekki eftir nokkrar vikur eða nokkra mánuði, heldur núna,“ sagði Vandervort. „Við höfum miklar áhyggjur af því að verið sé að draga úr eða hætta við fjárfestingar í kvennaboltanum. Við þurfum að koma okkur saman um sameiginlega sýn. Saman getum við náð vexti sem stendur undir sér,“ sagði Vandervort.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Sjá meira
Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35