Ole Gunnar Solskjær með sögulegt tak á Pep Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2020 18:00 Ole Gunnar Solskjær kann þá lista að stýra Manchester United til sigurs á móti Manchester City. Hér er hann með Pep Guardiola. Getty/Matt McNulty Ole Gunnar Solskjær stýrði Manchester United til sigurs á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær og sá til þess að Pep Guardiola hefur aldrei áður upplifað annað eins tímabil á stjóraferli sínum. Manchester United vann ekki aðeins báða deildarleiki sína á móti lærisveinum Pep Guardiola í vetur heldur einnig einn leik að auki í enska deildabikarnum. United vann 2-0 sigur á Old Trafford í gær og hafði áður unnið 2-1 á Ethiad í deesember. Manchester United vann síðan 1-0 sigur á Ethiad í seinni undanúrslitaleik enska deildabikarsins í lok janúar en City fór áfram á 3-1 sigri í fyrri leiknum. Solskjær varð því með þessum sigri á Old Trafford í gær fyrsti knattspyrnustjórinn til að vinna lið Pep Guardiola þrisvar sinnum á sama tímabilinu.3 - This was Manchester City’s third defeat against Manchester United in all competitions in 2019-20 – it is the first time in Pep Guardiola’s managerial career that he has suffered as many as three defeats against a specific opponent in a single season. Tripled. #MNUMCIpic.twitter.com/213Ej0FzAY — OptaJoe (@OptaJoe) March 8, 2020Það var fleira sem var sögulegt við þennan sigur Manchester United í gær. Manchester City var nefnilega að tapa sínum sjöunda deildarleik á leiktíðinni en svo oft hefur lið Guardiola aldrei tapað á einni leiktíð. Pep Guardiola hafði gert Manchester City að Englandsmeisturum á síðustu tveimur tímabilum og liðið tapaði samanlagt sex sinnum á þeim. City menn eru því búnir að tapa fleiri deildarleikjum 2019-20 en þeir gerðu samanlagt í 72 leikjum 2017-18 og 2018-19. Manchester City tapaði síðan sex sinnum á fyrsta tímabili Pep Guardiola með liðið 2016-17.7 - Manchester City suffered their seventh defeat of the Premier League campaign, making 2019-20 the season in which Pep Guardiola has lost the most league games in his managerial career. Unfamiliar. #MNUMCIpic.twitter.com/Sz8N8deELo — OptaJoe (@OptaJoe) March 8, 2020Aðeins þrír knattspyrnustjórar hafa náð því að vinna báða leiki sína á móti Pep Guardiola á sömu leiktíð en auk Ole Gunnars Solskjær eru það Antonio Conte með Chelsea 2016-17 og svo Nuno Espírito Santo með Wolves 2019-20.Only three managers have ever completed a league double against a Pep Guardiola side: Antonio Conte’s Chelsea Nuno Espírito Santo’s Wolves Ole Gunnar Solskjær’s Man Utd Twice this season. pic.twitter.com/zt5karNvwe — Squawka Football (@Squawka) March 8, 2020 Enski boltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær stýrði Manchester United til sigurs á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær og sá til þess að Pep Guardiola hefur aldrei áður upplifað annað eins tímabil á stjóraferli sínum. Manchester United vann ekki aðeins báða deildarleiki sína á móti lærisveinum Pep Guardiola í vetur heldur einnig einn leik að auki í enska deildabikarnum. United vann 2-0 sigur á Old Trafford í gær og hafði áður unnið 2-1 á Ethiad í deesember. Manchester United vann síðan 1-0 sigur á Ethiad í seinni undanúrslitaleik enska deildabikarsins í lok janúar en City fór áfram á 3-1 sigri í fyrri leiknum. Solskjær varð því með þessum sigri á Old Trafford í gær fyrsti knattspyrnustjórinn til að vinna lið Pep Guardiola þrisvar sinnum á sama tímabilinu.3 - This was Manchester City’s third defeat against Manchester United in all competitions in 2019-20 – it is the first time in Pep Guardiola’s managerial career that he has suffered as many as three defeats against a specific opponent in a single season. Tripled. #MNUMCIpic.twitter.com/213Ej0FzAY — OptaJoe (@OptaJoe) March 8, 2020Það var fleira sem var sögulegt við þennan sigur Manchester United í gær. Manchester City var nefnilega að tapa sínum sjöunda deildarleik á leiktíðinni en svo oft hefur lið Guardiola aldrei tapað á einni leiktíð. Pep Guardiola hafði gert Manchester City að Englandsmeisturum á síðustu tveimur tímabilum og liðið tapaði samanlagt sex sinnum á þeim. City menn eru því búnir að tapa fleiri deildarleikjum 2019-20 en þeir gerðu samanlagt í 72 leikjum 2017-18 og 2018-19. Manchester City tapaði síðan sex sinnum á fyrsta tímabili Pep Guardiola með liðið 2016-17.7 - Manchester City suffered their seventh defeat of the Premier League campaign, making 2019-20 the season in which Pep Guardiola has lost the most league games in his managerial career. Unfamiliar. #MNUMCIpic.twitter.com/Sz8N8deELo — OptaJoe (@OptaJoe) March 8, 2020Aðeins þrír knattspyrnustjórar hafa náð því að vinna báða leiki sína á móti Pep Guardiola á sömu leiktíð en auk Ole Gunnars Solskjær eru það Antonio Conte með Chelsea 2016-17 og svo Nuno Espírito Santo með Wolves 2019-20.Only three managers have ever completed a league double against a Pep Guardiola side: Antonio Conte’s Chelsea Nuno Espírito Santo’s Wolves Ole Gunnar Solskjær’s Man Utd Twice this season. pic.twitter.com/zt5karNvwe — Squawka Football (@Squawka) March 8, 2020
Enski boltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira