Pálmi segir markmið KR einfalt: „Það er alltaf stefnt á titil hér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2020 19:00 Pálmi Rafn og Óskar Örn Hauksson fagna með Íslandsmeistaratitilinn fyrir framan elliheimilið Grund síðasta haust. Mynd/Twitter-síða Pálma Rafns Íslandsmeistarar KR hafa æft vel síðustu vikur en Pálmi Rafn Pálmason segir það hafa verið tómt puð. Guðjón Guðmundsson ræddi aðeins við Pálma Rafn um komandi tímabil í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Innslagið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Þetta hefur gengið vel finnst mér. Erum búnir að vera einir að æfa í töluverðan tíma og aðallega að hlaupa sem er ekki það skemmtilegasta sem við fótboltamenn getum ímyndað okkur en það hefur valdið því að við erum í hörku formi, ætla ég allavega að vona,“ sagði Pálmi Rafn er Gaupi ræddi við hann í Frostaskjólinu. „Það er það skemmtilega við þetta, færri æfingar og fleiri leikir. Ég held það fagni allir leikmenn því. Þetta er svona eins og þegar Evrópu prógramið byrjar, þá eru þetta tveir til þrír leikir á viku og það er ógeðslega gaman. Við hlökkum til,“ sagði Pálmi óhræddur við leikjaálag sumarsins. „Maður vill auðvitað bara vera í fótbolta. Ég fór ekkert að æfa fótbolta til að hlaupa, ég vill bara vera með bolta við fæturnar og það gildir um alla leikmenn. Þannig að það er það skemmtilegasta sem við gerum og auðvitað mikilvægt líka.“ „Ég hugsa að Valur og Breiðablik verði mjög sterk. FH er alltaf FH, það er aldrei hægt að afskrifa neitt þó gengið hafi ekki verið sérstakt í vetur og sama með Stjörnuna. Þetta eru þessi lið og svo er rosalega mikið talað um Víking en þeir eiga eftir að sanna það hvort þeir verði í þessari baráttu.“ „Þeir greinilega stefna á það og ætla sér það, þeir voru með skemmtilegt lið í fyrra og gekk vel þannig að þeir gætu blandað sér í þetta ef allt smellur. Svo ég held það verði töluvert mörg lið að berjast um þetta,“ sagði Pálmi um toppbaráttuna sem gæti orðið æsispennandi í sumar. „Við nálgumst Norðurlöndin hægt og rólega en við erum náttúrulega ekkert á sama stað og það sýndi sig til að mynda hjá okkur í fyrra. En við erum á uppleið, það er fullt af góðum leikmönnum að koma upp og það er ótrúlega spennandi.“ „Það er alltaf stefnt á titil hér,“ sagði Pálmi að lokum um markmið KR í sumar. Klippa: Pálmi Rafn ræðir komandi sumar KR Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Fleiri fréttir „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Sjá meira
Íslandsmeistarar KR hafa æft vel síðustu vikur en Pálmi Rafn Pálmason segir það hafa verið tómt puð. Guðjón Guðmundsson ræddi aðeins við Pálma Rafn um komandi tímabil í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Innslagið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Þetta hefur gengið vel finnst mér. Erum búnir að vera einir að æfa í töluverðan tíma og aðallega að hlaupa sem er ekki það skemmtilegasta sem við fótboltamenn getum ímyndað okkur en það hefur valdið því að við erum í hörku formi, ætla ég allavega að vona,“ sagði Pálmi Rafn er Gaupi ræddi við hann í Frostaskjólinu. „Það er það skemmtilega við þetta, færri æfingar og fleiri leikir. Ég held það fagni allir leikmenn því. Þetta er svona eins og þegar Evrópu prógramið byrjar, þá eru þetta tveir til þrír leikir á viku og það er ógeðslega gaman. Við hlökkum til,“ sagði Pálmi óhræddur við leikjaálag sumarsins. „Maður vill auðvitað bara vera í fótbolta. Ég fór ekkert að æfa fótbolta til að hlaupa, ég vill bara vera með bolta við fæturnar og það gildir um alla leikmenn. Þannig að það er það skemmtilegasta sem við gerum og auðvitað mikilvægt líka.“ „Ég hugsa að Valur og Breiðablik verði mjög sterk. FH er alltaf FH, það er aldrei hægt að afskrifa neitt þó gengið hafi ekki verið sérstakt í vetur og sama með Stjörnuna. Þetta eru þessi lið og svo er rosalega mikið talað um Víking en þeir eiga eftir að sanna það hvort þeir verði í þessari baráttu.“ „Þeir greinilega stefna á það og ætla sér það, þeir voru með skemmtilegt lið í fyrra og gekk vel þannig að þeir gætu blandað sér í þetta ef allt smellur. Svo ég held það verði töluvert mörg lið að berjast um þetta,“ sagði Pálmi um toppbaráttuna sem gæti orðið æsispennandi í sumar. „Við nálgumst Norðurlöndin hægt og rólega en við erum náttúrulega ekkert á sama stað og það sýndi sig til að mynda hjá okkur í fyrra. En við erum á uppleið, það er fullt af góðum leikmönnum að koma upp og það er ótrúlega spennandi.“ „Það er alltaf stefnt á titil hér,“ sagði Pálmi að lokum um markmið KR í sumar. Klippa: Pálmi Rafn ræðir komandi sumar
KR Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Fleiri fréttir „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Sjá meira