Fótbolti

Segir að ekki sé hægt að hefja leik fyrr en í lok júní

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stece Bruce er þungur á brún þessa dagana.
Stece Bruce er þungur á brún þessa dagana. EPA-EFE/ANDY RAIN

Steve Bruce, þjálfari Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, telur ekki sniðugt að deildin hefjist að nýju um miðjan júní mánuð. Telur hann að liðin þurfi allavega tvær til þrjár vikur til viðbótar í undirbúning. 

Er hann annar þjálfari deildarinnar á skömmum tíma sem gagnrýnir hvenær deildin á að hefjast eftir að hafa verið frestað í mars síðastliðnum. Nigel Pearson, þjálfari Watford, telur að umhverfið í Englandi ekki nægilega öruggt til að hægt sé að byrja spila strax í júní.

„Það þarf lengri tíma til að koma leikmönnum í almennilegt form. Annars emunu þeir ekki endast leikina og munu meiðast,“ sagði Bruce.

Sky Sports greindi frá.

„Við þurfum að minnsta kosti sex vikur til að undirbúa liðin. Ég sé ekki fram á að við getum byrjað að spila fyrr en í lok júní hið fyrsta.“

Níu umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni og óljóst er hvernig fyrirkomulagið verður þegar deildin fer aftur af stað. Ef hún fer aftur af stað þar að segja. Öruggt er að leikið verði fyrir luktum dyrum og mögulega þurfa leikmenn að gista á hótelum allan tímann. Þá er talað um að leika þrjá leiki á viku til að hægt sé að klára tímabilið sem fyrst.


Tengdar fréttir

Æfingar aftur í samt far eftir helgi

Ítalska úrvalsdeildin leyfir félögum að æfa eins og eðlilegt er eftir helgi. Engar takmarkanir verða á fjölda leikmanna á hverri æfingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×