Spilað þvert á vilja íþróttamálaráðherra | Leikmönnum var snúið við í göngunum Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2020 12:00 Mikið óvissuástand ríkti fyrir leik SPAL og Parma en nú hefur verið ákveðið að leikurinn fari fram. vísir/getty Hlutirnir hafa verið fljótir að breytast í ítölskum íþróttaheimi síðustu daga og nú hefur íþróttamálaráðherra landsins kallað eftir því að hlé verði gert á keppni í ítölsku A-deildinni í fótbolta, vegna kórónuveirunnar. Íþróttamálaráðherrann, Vincenzo Sapdafora, gaf frá sér yfirlýsingu aðeins skömmu áður en fyrsti leikur dagsins átti að hefjast, á milli Parma og SPAL. Leikmenn stóðu hreinlega í göngunum og voru á leið inn á völl en var gert að snúa við. Áður hafði verið sett á áhorfendabann á fótboltaleikjum á Ítalíu, og í nótt var sett á strangt ferðabann víða um Norður-Ítalíu. Leik Parma og SPAL var fyrst frestað um 30 mínútur og svo 15 mínútur, en nú á leikurinn að hefjast kl. 12.45, þvert á vilja íþróttamálaráðherra. „Það er ekkert vit í því að á meðan að við biðjum fólkið í landinu um gríðarlegar fórnir til að hefta útbreiðslu veirunnar, þá setjum við heilsu leikmanna, þjálfara, dómara og stuðningsmanna, sem munu auðvitað koma saman til að horfa á leikina, bara til að vernda hagsmuni þeirra sem eru í kringum íþróttina,“ sagði Sapdafora og sagði það skyldu forseta ítalska knattspyrnusambandsins að grípa inn í. Fimm leikir eru á dagskrá í ítölsku A-deildinni í dag, meðal annars stórleikur Juventus og Inter sem ætlunin er að verði í beinni útsendingu kl. 19.45 á Stöð 2 Sport. Serie A have decided to PLAY the match Parma-Spal and also the other today’s matches (also Juventus-Inter). #SerieA#Covid19— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 8, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir Liðsfélagi Birkis vill algjört fótboltahlé | Fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari veiru Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. 8. mars 2020 10:30 Í beinni í dag: Juventus og Inter mætast loks fyrir luktum dyrum Stórleikur í ítalska boltanum í dag þar sem engir áhorfendur verða á svæðinu. 8. mars 2020 06:00 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Enski boltinn Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Fleiri fréttir Amanda og félagar mæta Blikum Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Sjá meira
Hlutirnir hafa verið fljótir að breytast í ítölskum íþróttaheimi síðustu daga og nú hefur íþróttamálaráðherra landsins kallað eftir því að hlé verði gert á keppni í ítölsku A-deildinni í fótbolta, vegna kórónuveirunnar. Íþróttamálaráðherrann, Vincenzo Sapdafora, gaf frá sér yfirlýsingu aðeins skömmu áður en fyrsti leikur dagsins átti að hefjast, á milli Parma og SPAL. Leikmenn stóðu hreinlega í göngunum og voru á leið inn á völl en var gert að snúa við. Áður hafði verið sett á áhorfendabann á fótboltaleikjum á Ítalíu, og í nótt var sett á strangt ferðabann víða um Norður-Ítalíu. Leik Parma og SPAL var fyrst frestað um 30 mínútur og svo 15 mínútur, en nú á leikurinn að hefjast kl. 12.45, þvert á vilja íþróttamálaráðherra. „Það er ekkert vit í því að á meðan að við biðjum fólkið í landinu um gríðarlegar fórnir til að hefta útbreiðslu veirunnar, þá setjum við heilsu leikmanna, þjálfara, dómara og stuðningsmanna, sem munu auðvitað koma saman til að horfa á leikina, bara til að vernda hagsmuni þeirra sem eru í kringum íþróttina,“ sagði Sapdafora og sagði það skyldu forseta ítalska knattspyrnusambandsins að grípa inn í. Fimm leikir eru á dagskrá í ítölsku A-deildinni í dag, meðal annars stórleikur Juventus og Inter sem ætlunin er að verði í beinni útsendingu kl. 19.45 á Stöð 2 Sport. Serie A have decided to PLAY the match Parma-Spal and also the other today’s matches (also Juventus-Inter). #SerieA#Covid19— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 8, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir Liðsfélagi Birkis vill algjört fótboltahlé | Fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari veiru Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. 8. mars 2020 10:30 Í beinni í dag: Juventus og Inter mætast loks fyrir luktum dyrum Stórleikur í ítalska boltanum í dag þar sem engir áhorfendur verða á svæðinu. 8. mars 2020 06:00 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Enski boltinn Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Fleiri fréttir Amanda og félagar mæta Blikum Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Sjá meira
Liðsfélagi Birkis vill algjört fótboltahlé | Fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari veiru Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. 8. mars 2020 10:30
Í beinni í dag: Juventus og Inter mætast loks fyrir luktum dyrum Stórleikur í ítalska boltanum í dag þar sem engir áhorfendur verða á svæðinu. 8. mars 2020 06:00
Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01